Maðurinn sem braut niður hurðina Kjartan Guðmundsson skrifar 23. maí 2013 13:00 Ray Manzarek, hljómbvorðsleikari The Doors. Mynd/Getty Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira