Maðurinn sem braut niður hurðina Kjartan Guðmundsson skrifar 23. maí 2013 13:00 Ray Manzarek, hljómbvorðsleikari The Doors. Mynd/Getty Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira