Maðurinn sem braut niður hurðina Kjartan Guðmundsson skrifar 23. maí 2013 13:00 Ray Manzarek, hljómbvorðsleikari The Doors. Mynd/Getty Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Í nokkur ár hlustaði ég á The Doors á hverjum degi. Sem krakki hafði ég heyrt lag og lag á stangli, til dæmis Riders on the Storm, Hello, I Love You og Break On Through (en ekki Light My Fire, ótrúlegt en satt) en aldrei lagt mig sérstaklega eftir plötum sveitarinnar. Svo kom stóra sprengjan vorið 1991 þegar ég var nýskriðinn á táningsaldur og móttækilegur eftir því. Bíómynd Olivers Stone um Jim Morrison (þar sem Val Kilmer söng lögin sjálfur og komst svona líka prýðilega frá því) hratt af stað gríðarlegu Doors-æði á Íslandi og um leið almennum áhuga á tónlistinni og menningunni frá því tveimur áratugum fyrr. Hárið síkkaði, gallabuxnaskálmarnar víkkuðu og forljótar hippamussur tóku að stinga upp kollinum á götum bæjarins (og í Öskjuhlíðinni, þar sem sumum þótti sniðugt að safnast saman til að drekka landa á hlýjustu kvöldunum í veikri von um að líta jafn töff út og Jim og félagar á sýrutrippi í eyðimörkinni). Í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi var meira að segja fest upp tilkynning þess efnis að harðbannað væri að prófa hljómborðin í búðinni með því að spila intróið að Light My Fire, slíkar voru vinsældirnar. Að æðinu mikla loknu stóð þó eftir að mun meira var spunnið í Doors en flestar aðrar hljómsveitir frá sama tíma. Jim Morrison var töff og samdi kúl og kriptíska texta en orgelleikarinn Ray Manzarek, sem lést síðastliðið mánudagskvöld, kenndi mér og mörgum óhörðnuðum unglingnum að mestu meistarana er oftar en ekki að finna í bakgrunninum. Manzarek, þessi snillingur, lék bassalínurnar með vinstri meðan hann lét vaða á orgelið með hægri! Hvernig var þetta hægt? Og hvaða örlaganornum mútaði maðurinn til að öðlast þessa óendanlegu hæfileika? Var hann kannski einhvers konar ofurmenni? Já, stundum saknar maður þess að vera ekki lengur ungur, ör og laus við þá leiðinlegu vitneskju að ekkert er nýtt undir sólinni. En gefum okkur að Ray Manzarek sé núna rétt um það bil að tékka sig inn á Hótel Himnaríki og klæi í fingurna að djamma með nokkrum vel völdum nágrönnum. Nóg ætti jú að vera af hæfileikafólki þarna uppi, en ég myndi benda honum kurteislega á að leita uppi trommarann Keith Moon, Cliff Burton á bassann, gítarleikarana Jimi Hendrix og Mick Ronson, söngvarann Sam Cooke, söngkonuna Ari Up og Tupac Shakur til að bösta nokkrar rímur. Ray ætti varla að leiðast.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira