Scooter, Snap! og Vengaboys til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 21. maí 2013 11:00 „Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira