Scooter, Snap! og Vengaboys til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 21. maí 2013 11:00 „Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira