Lífið

Taldi sig vera misheppnaðan höfund

F. Scott Fitzgerald (1896 - 1940)
F. Scott Fitzgerald (1896 - 1940)

Hinn mikli Gatsby er gjarnan talið öndvegisverk rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Verkið kom út árið 1925 og þykir áhrifamikil lýsing á velmegunartímanum fyrir kreppuna miklu og tekst á við spillingu og hnignun þess tíma, ofgnótt og ídealisma. Í dag er Hinn mikli Gatsby talið til helstu meistaraverka heimsbókmenntanna en bókin fékk heldur dræmar móttökur þegar hún kom fyrst út.

Fitzgerald lést árið 1940 og stóð þá í þeirri trú að hann væri mislukkaður höfundur og að verk hans yrðu brátt gleymd og grafin. Þetta varð þó ekki raunin því bókin naut mikilla vinsælda eftir seinni heimstyrjöldina og varð hluti af námsskrá bandarískra barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.