Læra mikið í kjölfar nýrra fálkamerkinga Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Kvenfálkinn AU var merktur í S-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en hafði vetursetu og sumardvöl á Suðurlandi árið 2012. mynd/Ólöf Helga haraldsdóttir Ný aðferðafræði við að merkja fálka skilar mikilvægum niðurstöðum til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Hafnar eru tilraunir með erfðafræðilegar rannsóknir á fjöðrum fálka. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur við NÍ, segir að allt fram til ársins 2011 hafi fálkar aðeins verið merktir með hefðbundnum stálhring, en til að lesa á slík merki þurfti fuglinn að finnast dauður eða að komast undir manna hendur á annan máta. „Sumarið 2011 var byrjað að litmerkja fálka og síðan hafa um 100 fuglar verið merktir. Þessi merki gefa okkur kost á að nálgast nýjar upplýsingar. Ekki síst um fullorðna fugla í varpi, sem er aðaltilgangurinn með þessari nýju aðferð. Framtíðarsýnin er að koma upp merktum varpstofni svo hægt sé að meta afföll og fleira,“ segir Ólafur, en tilgangurinn með merkingum er að fá upplýsingar um ferðalög fálka, átthagatryggð, kynþroskaaldur og afföll. Ólafur segir að varpstofn á Íslandi sé um 400 pör. „Við erum með rétt innan við 10% af fálkastofninum á rannsóknasvæðinu sem er um 5.000 ferkílómetra svæði í Þingeyjarsýslum,“ segir Ólafur og bætir við að á liðnum áratugum hafi verið merktir á milli 16 og 17 hundruð fálkar með hefðbundnum merkjum. Af þeim hafa 200 náðst til baka. Næsta skref í rannsóknum NÍ er nýting erfðafræðilegra upplýsinga. „Við náum lífsýnum úr fuglunum úr fjöðrum sem þeir fella. Þannig getum við greint einstaklinginn, og við tökum þetta upp samhliða litmerkingunum. Með því að beita þessum tveimur aðferðum samhliða getum við fylgst með fuglum sem heimsækja sitt óðal ár eftir ár. Tækifærin til að nýta þessar nýju aðferðir samhliða eru gríðarlega mikil,“ segir Ólafur. Ætlunin er að halda þessu verkefni, litmerkingum og erfðafræðilegum rannsóknum samhliða, áfram næstu tíu árin. Von er á fyrstu varpfuglunum inn í verkefnið núna í vor. Þess má geta að mjög er litið til þessara íslensku rannsókna þar sem allt að helmingur evrópska fálkastofnsins heldur til hér á landi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ný aðferðafræði við að merkja fálka skilar mikilvægum niðurstöðum til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Hafnar eru tilraunir með erfðafræðilegar rannsóknir á fjöðrum fálka. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur við NÍ, segir að allt fram til ársins 2011 hafi fálkar aðeins verið merktir með hefðbundnum stálhring, en til að lesa á slík merki þurfti fuglinn að finnast dauður eða að komast undir manna hendur á annan máta. „Sumarið 2011 var byrjað að litmerkja fálka og síðan hafa um 100 fuglar verið merktir. Þessi merki gefa okkur kost á að nálgast nýjar upplýsingar. Ekki síst um fullorðna fugla í varpi, sem er aðaltilgangurinn með þessari nýju aðferð. Framtíðarsýnin er að koma upp merktum varpstofni svo hægt sé að meta afföll og fleira,“ segir Ólafur, en tilgangurinn með merkingum er að fá upplýsingar um ferðalög fálka, átthagatryggð, kynþroskaaldur og afföll. Ólafur segir að varpstofn á Íslandi sé um 400 pör. „Við erum með rétt innan við 10% af fálkastofninum á rannsóknasvæðinu sem er um 5.000 ferkílómetra svæði í Þingeyjarsýslum,“ segir Ólafur og bætir við að á liðnum áratugum hafi verið merktir á milli 16 og 17 hundruð fálkar með hefðbundnum merkjum. Af þeim hafa 200 náðst til baka. Næsta skref í rannsóknum NÍ er nýting erfðafræðilegra upplýsinga. „Við náum lífsýnum úr fuglunum úr fjöðrum sem þeir fella. Þannig getum við greint einstaklinginn, og við tökum þetta upp samhliða litmerkingunum. Með því að beita þessum tveimur aðferðum samhliða getum við fylgst með fuglum sem heimsækja sitt óðal ár eftir ár. Tækifærin til að nýta þessar nýju aðferðir samhliða eru gríðarlega mikil,“ segir Ólafur. Ætlunin er að halda þessu verkefni, litmerkingum og erfðafræðilegum rannsóknum samhliða, áfram næstu tíu árin. Von er á fyrstu varpfuglunum inn í verkefnið núna í vor. Þess má geta að mjög er litið til þessara íslensku rannsókna þar sem allt að helmingur evrópska fálkastofnsins heldur til hér á landi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira