Einvígið ræðst í þessum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan leik með Fram í fyrsta leiknum og skoraði fimm mörk. fréttablaðið/daníel Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira