Innlent

Mæðradagurinn undirbúinn

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Hópur stuðningsmanna menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur safnaðist saman á Hallveigarstöðum í gær til þess að útbúa eintök af Mæðrablóminu 2013.Fréttablaðið/Vilhelm
Hópur stuðningsmanna menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur safnaðist saman á Hallveigarstöðum í gær til þess að útbúa eintök af Mæðrablóminu 2013.Fréttablaðið/Vilhelm
Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 12. maí næstkomandi. Í tilefni dagsins verður hið svokallað Mæðrablóm selt sem hluti af fjáröflun fyrir menntasjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja efnalitlar konur og mæður til náms. Á yfirstandandi námsári styrkti hann um fimmtán konur til náms.

Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn stendur fyrir sölu á Mæðrablóminu, sem er að þessu sinni hannað af Snæfríði Þorsteinsdóttur. Hópur stuðningsmanna menntasjóðsins safnaðist saman í gær til þess að útbúa eintök af blóminu sem verður eins og áður sagði selt á Mæðradeginum, 12. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×