Hjúkra grútarblautri súlu "heima í stofu“ Svavar Hávarðsson skrifar 22. apríl 2013 07:00 Mjög tímafrekt er að koma grútarblautum fugli til heilsu og því fer frítími fjölskyldunnar í það verk. mynd/menja „Það skal viðurkennast að þetta er óvenjulegur gestur. Þetta er hins vegar ekki einsdæmi í sjálfu sér. Frá því að við Róbert tókum við rekstri Náttúrustofunnar fyrir um 12 árum höfum við tekið á móti fjölda fugla sem hafa þarfnast aðhlynningar. Við útskrifuðum grútarblauta langvíu um miðjan mars,“ segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri Náttúrustofu Vesturlands (NSV), sem hefur undanfarna daga haft fullvaxna súlu, sem er einn stærsti sjófugl Íslands, inni á heimilinu til hjúkrunar. Náttúrustofa Vesturlands tók að sér það hlutverk að vakta fuglalífið í Kolgrafafirði eftir síldardauðann mikla. Vegna gríðarlegs magns af grút höfðu menn áhyggjur af því að fjöldi fugla myndi lenda í grútinn. Það hefur ræst, en þó í mun minna mæli en óttast var í byrjun. Þar spila hreinsunaraðgerðir lykilhlutverk. Róbert Arnar Stefánsson, sem er eiginmaður Menju og forstöðumaður NSV, segir að 12. apríl hafi súlan fundist nær dauða en lífi í Kolgrafafirði. „Við vorum kölluð til en það fyrsta sem vakti athygli okkar var að hún var grálúsug – hreinlega iðaði af smáum fuglanaglúsum, sérstaklega á haus og hálsi. Þá fannst okkur ekki réttlætanlegt að taka súluna lúsuga inn á heimilið, því þar erum við hjónin með þrjú börn, fyrir utan hunda, ketti, fugla og nagdýr, sem hefðu getað orðið fyrir óþægindum,“ segir Róbert. Því þurfti að finna ráð til að aflúsa súluna og komu þá leiðbeiningar um aflúsun páfagauka í góðar þarfir. Fyrst var súlan ryksuguð gætilega, og þannig náðist hluti lúsanna. „Síðan var súlan meðhöndluð með lúsasjampói fyrir menn, sem gekk framar vonum. Við höfum ekki séð lifandi lús á súlunni eftir þetta og vitum við ekki til þess að neinn fjölskyldumeðlimur hafi verið bitinn.“ Fjölskyldan geymir jafnan fugla sem hún hefur til aðhlynningar í hundabúri af stærstu gerð, en súlan er svo stór að það fer ekki vel um hana þar lengi í einu. „Hún fer reglulega í buslböð í baðkari fjölskyldunnar og höfum við stundum leyft henni að spranga um húsið eftir bað til að liðka sig. Að sjálfsögðu undir eftirliti og með varkárni,“ segir Róbert og bætir við að börnin á heimilinu hafi gaman af öllu þessu umstangi, enda ýmsu vön. „Súlan er orðin hrein af grút og ætti hún að vera tilbúin til að halda sína leið innan skamms.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Það skal viðurkennast að þetta er óvenjulegur gestur. Þetta er hins vegar ekki einsdæmi í sjálfu sér. Frá því að við Róbert tókum við rekstri Náttúrustofunnar fyrir um 12 árum höfum við tekið á móti fjölda fugla sem hafa þarfnast aðhlynningar. Við útskrifuðum grútarblauta langvíu um miðjan mars,“ segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri Náttúrustofu Vesturlands (NSV), sem hefur undanfarna daga haft fullvaxna súlu, sem er einn stærsti sjófugl Íslands, inni á heimilinu til hjúkrunar. Náttúrustofa Vesturlands tók að sér það hlutverk að vakta fuglalífið í Kolgrafafirði eftir síldardauðann mikla. Vegna gríðarlegs magns af grút höfðu menn áhyggjur af því að fjöldi fugla myndi lenda í grútinn. Það hefur ræst, en þó í mun minna mæli en óttast var í byrjun. Þar spila hreinsunaraðgerðir lykilhlutverk. Róbert Arnar Stefánsson, sem er eiginmaður Menju og forstöðumaður NSV, segir að 12. apríl hafi súlan fundist nær dauða en lífi í Kolgrafafirði. „Við vorum kölluð til en það fyrsta sem vakti athygli okkar var að hún var grálúsug – hreinlega iðaði af smáum fuglanaglúsum, sérstaklega á haus og hálsi. Þá fannst okkur ekki réttlætanlegt að taka súluna lúsuga inn á heimilið, því þar erum við hjónin með þrjú börn, fyrir utan hunda, ketti, fugla og nagdýr, sem hefðu getað orðið fyrir óþægindum,“ segir Róbert. Því þurfti að finna ráð til að aflúsa súluna og komu þá leiðbeiningar um aflúsun páfagauka í góðar þarfir. Fyrst var súlan ryksuguð gætilega, og þannig náðist hluti lúsanna. „Síðan var súlan meðhöndluð með lúsasjampói fyrir menn, sem gekk framar vonum. Við höfum ekki séð lifandi lús á súlunni eftir þetta og vitum við ekki til þess að neinn fjölskyldumeðlimur hafi verið bitinn.“ Fjölskyldan geymir jafnan fugla sem hún hefur til aðhlynningar í hundabúri af stærstu gerð, en súlan er svo stór að það fer ekki vel um hana þar lengi í einu. „Hún fer reglulega í buslböð í baðkari fjölskyldunnar og höfum við stundum leyft henni að spranga um húsið eftir bað til að liðka sig. Að sjálfsögðu undir eftirliti og með varkárni,“ segir Róbert og bætir við að börnin á heimilinu hafi gaman af öllu þessu umstangi, enda ýmsu vön. „Súlan er orðin hrein af grút og ætti hún að vera tilbúin til að halda sína leið innan skamms.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira