Skógrækt telur grisjun í Öskjuhlíð "vitleysu“ Stígur Helgason skrifar 22. apríl 2013 07:00 "Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins um fyrirhugaða grisjun.fréttablaðið/vilhelm „Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira