Innlent

Dæmi um samkeppnina um besta fólkið

Svavar Hávarðsson skrifar
Haukur Ingibergsson
Haukur Ingibergsson
„Kjarni málsins er að þetta mál varpar ljósi á þá samkeppni sem er um best menntaða og hæfasta tölvufólkið í landinu til að reka þessi stóru tölvukerfi, eins og það sem við erum að reka,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir hart launakjör forstöðumanns tölvudeildar Þjóðskrár í nýrri skýrslu. Þar segir að forstöðumaðurinn hækkaði í launum eftir að hann hætti verktöku við umsjá tölvudeildarinnar og gerðist launamaður. Haukur segist ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um launakjör einstakra starfsmanna stofnunarinnar, en forstöðumaðurinn er á hærri launum en Haukur sjálfur.

Ríkisendurskoðun segir í skýrslunni að laun forstöðumanns verði að rúmast innan þeirra marka sem eru hjá öðrum ríkisstofnunum, en við launaákvörðun forstöðumanns tölvudeildarinnar var litið til launa starfsmanna tryggingafélaga og banka. Hvort ómögulegt sé að ráða yfirmann deildarinnar á launum sambærilegum þeim sem annars staðar gerast hjá ríkinu segir Haukur: „Ég segi það nú ekki. Það kemur fram í skýrslunni að ekki er skipulögð bakvakt með tölvukerfunum heldur hringt í forstöðumann ef út af bregður. Þannig að í reynd sparar það fyrirkomulag stofnuninni fjármuni og hvetur til þess að tölvukerfin séu byggð og rekin með hámarks rekstraröryggi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×