Innlent

575 milljónir fara í úrbætur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Settir hafa verið fjármunir í að hraða úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Fréttablaðið/GVA
Settir hafa verið fjármunir í að hraða úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Fréttablaðið/GVA
Alls hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutað 575 milljónum króna til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum. Þriðja úthlutun sjóðsins fór nýverið fram.

Samtök ferðaþjónustunnar fagna úthlutuninni. Mestu munar um þær 500 milljónir á ári í þrjú ár sem settar voru í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til þess að hraða úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum og byggja upp nýja, allt með sérstakri áherslu á vernd umhverfis, segir í yfirlýsingu sem samtökn sendu frá sér fyrir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×