Innlent

Gamalt fólk fái heyrt í ljósinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Höfn Mikilvægt að vera öruggur í umferðinni, segja skólakrakkar á Höfn.
Höfn Mikilvægt að vera öruggur í umferðinni, segja skólakrakkar á Höfn. Mynd/Sigurður Mar Halldórsson
Nemendur í 2.S í Grunnskóla Hornafjarðar hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að sett verði upp gönguljós með hljóðmerki hjá gangbrautinni við gatnamót Hafnarbrautar og Víkurbrautar.

„Hljóðmerkið er gott fyrir eldri borgara og alla aðra sem eru farnir að sjá illa. Við höfum verið í umferðarfræðslu í allan vetur og höfum komist að því að það er mikilvægt að vera öruggur í umferðinni. Þess vegna langar okkur að fá svona gönguljós í litla bæinn okkar,“ segir í bréfi skólabarnanna, sem segjast hlakka til að fá svar. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×