Innlent

Skip Landsbjargar endurnýjuð

Svavar Hávarðsson skrifar
Landsbjörg hefur byggt upp net björgunarskipa um allt land.
Landsbjörg hefur byggt upp net björgunarskipa um allt land. fréttablaðið/vilhelm
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra undirrituðu í gær samkomulag um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins. Þau eru 14 talsins.

Samkomulagið kveður á um 30 milljóna króna árlega greiðslu til verkefnisins árin 2014 til 2021.

Tvö til þrjú skip Landsbjargar þurfa nauðsynlega á klössun að halda, meðal annars vélaskiptum. Búast má við að öll önnur skip þurfi klössun á næstu tíu árum. Skrokkur og yfirbygging skipanna eru í góðu ástandi og þau talin endast að minnsta kosti í 15 ár til viðbótar eftir klössun.

Kostnaður er talinn nema 20 til 30 milljónum króna á skip en nýsmíði á sambærilegu skipi er talin kosta 350–400 milljónir króna. Einnig eru tæki og búnaður að nokkru leyti úrelt en hröð þróun hefur verið í siglinga- og leiðsögutækjabúnaði síðustu ár og því nauðsynlegt að endurnýja hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×