Innlent

Lögmaður grunaður í dópmáli

Stígur Helgason skrifar
Þjóðverjarnir voru handteknir í Leifsstöð í byrjun apríl.
Þjóðverjarnir voru handteknir í Leifsstöð í byrjun apríl.
Íslenskur lögmaður á fertugsaldri sætti fyrr í mánuðinum gæsluvarðhaldi grunaður um að standa á bak við smygl á 300 grömmum af kókaíni til landsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni á föstudaginn var kom fram að tveir þýskir ríkisborgarar hefðu verið handteknir í flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mánaðarins vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Annar Þjóðverjanna reyndist vera með um 300 grömm af kókaíni innvortis.

Annar Þjóðverjinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan og hinn var úrskurðaður í farbann til 3. maí.

Þar kom einnig fram að nokkrum dögum síðar hefði Íslendingur á fimmtugsaldri verið handtekinn vegna málsins og hefði sætt gæsluvarðhaldi um skeið vegna rannsóknarhagsmuna. Þá sagði að talið væri að Þjóðverjarnir hefðu átt að afhenda honum efnin.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá Íslendingur lögmaður sem meðal annars hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum undanfarin ár. Fréttablaðið náði ekki tali af lögmanninum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×