Sátt um að halda áfram Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun