Á hærri launum eftir ákúrur um greiðslur Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2013 07:00 Flókið tölvukerfi þarf til að halda utan um gögn Þjóðskrár. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að tölvukerfið væri gengið sér til húðar fyrir löngu. fréttablaðið/vilhelm Launagreiðslur til forstöðumanns tölvudeildar Þjóðskrár Íslands (ÞÍ) hækkuðu eftir gagnrýni Ríkisendurskoðunar árið 2010 um að greiðslur til einkahlutafélags í eigu mannsins væru óeðlilegar. Innanríkisráðuneytið hyggst kalla forstjóra ÞÍ á teppið vegna launakjara forstöðumannsins. Forsaga málsins er að árin 2009 og 2010 beindist athygli Ríkisendurskoðunar að verktakagreiðslum Fasteignaskrár Íslands (FÍ nú ÞÍ) til Tölvuskjölunar ehf. Félagið reyndist vera í eigu forstöðumanns tölvudeildar FÍ. Hann hafði fasta vinnuaðstöðu á stofnuninni og fastan vinnutíma. Að jafnaði námu árlegar verktakagreiðslur FÍ til Tölvuskjölunar 11 til 12 milljónum króna á ári. Ríkisendurskoðun taldi fyrirkomulag þessara verktakagreiðslna óeðlilegt, enda fjárhagsleg ábyrgð forstöðumannsins engin og starfsemin því í eðli sínu „gerviverktaka“, þ.e. greiddar voru út verktakagreiðslur en ekki laun þótt forstöðumaðurinn fengi endurgjaldslausa vinnuaðstöðu og öll nauðsynleg aðföng, verkfæri, tæki og aðstoð frá launuðum starfsmönnum ÞÍ. Þjóðskrá brást þegar við ábendingum Ríkisendurskoðunar og sagði upp verksamningi við Tölvuskjölun. Ekki urðu neinar breytingar á starfsmannahaldi stofnunarinnar við þetta þar sem eigandi Tölvuskjölunar ehf. sótti um starfið og fékk það. Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að við þessa breytingu lækkuðu ekki launagreiðslur til mannsins. „Ef eitthvað er hækkuðu þær þótt þess hefði mátt vænta að þær lækkuðu þegar stofnunin hóf að bera ýmsan launatengdan kostnað sem verktakar bera jafnan sjálfir,“ segir í skýrslunni. Almennt er talið að slík gjöld nemi um 24% af heildargreiðslum launamanna. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vill litlu bæta við skýrsluna en játar að í henni felist hvöss gagnrýni. „Þetta eru spurningar sem koma væntanlega upp í samtali forstjórans við ráðuneytið,“ segir Sveinn, spurður hvort eðlilegt sé að forstöðumaðurinn sitji enn í starfi og hvort gera ætti kröfu um endurgreiðslu af hluta þeirrar upphæðar sem runnið hefur til mannsins frá 2002. Þar vísar Sveinn til viðbragða innanríkisráðuneytisins við skýrslunni þar sem segir að ráðuneytið „mun boða forstjóra ÞÍ á sinn fund […] þar sem farið verður yfir launasetningu forstöðumanns tölvudeildar stofnunarinnar“. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Launagreiðslur til forstöðumanns tölvudeildar Þjóðskrár Íslands (ÞÍ) hækkuðu eftir gagnrýni Ríkisendurskoðunar árið 2010 um að greiðslur til einkahlutafélags í eigu mannsins væru óeðlilegar. Innanríkisráðuneytið hyggst kalla forstjóra ÞÍ á teppið vegna launakjara forstöðumannsins. Forsaga málsins er að árin 2009 og 2010 beindist athygli Ríkisendurskoðunar að verktakagreiðslum Fasteignaskrár Íslands (FÍ nú ÞÍ) til Tölvuskjölunar ehf. Félagið reyndist vera í eigu forstöðumanns tölvudeildar FÍ. Hann hafði fasta vinnuaðstöðu á stofnuninni og fastan vinnutíma. Að jafnaði námu árlegar verktakagreiðslur FÍ til Tölvuskjölunar 11 til 12 milljónum króna á ári. Ríkisendurskoðun taldi fyrirkomulag þessara verktakagreiðslna óeðlilegt, enda fjárhagsleg ábyrgð forstöðumannsins engin og starfsemin því í eðli sínu „gerviverktaka“, þ.e. greiddar voru út verktakagreiðslur en ekki laun þótt forstöðumaðurinn fengi endurgjaldslausa vinnuaðstöðu og öll nauðsynleg aðföng, verkfæri, tæki og aðstoð frá launuðum starfsmönnum ÞÍ. Þjóðskrá brást þegar við ábendingum Ríkisendurskoðunar og sagði upp verksamningi við Tölvuskjölun. Ekki urðu neinar breytingar á starfsmannahaldi stofnunarinnar við þetta þar sem eigandi Tölvuskjölunar ehf. sótti um starfið og fékk það. Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að við þessa breytingu lækkuðu ekki launagreiðslur til mannsins. „Ef eitthvað er hækkuðu þær þótt þess hefði mátt vænta að þær lækkuðu þegar stofnunin hóf að bera ýmsan launatengdan kostnað sem verktakar bera jafnan sjálfir,“ segir í skýrslunni. Almennt er talið að slík gjöld nemi um 24% af heildargreiðslum launamanna. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi vill litlu bæta við skýrsluna en játar að í henni felist hvöss gagnrýni. „Þetta eru spurningar sem koma væntanlega upp í samtali forstjórans við ráðuneytið,“ segir Sveinn, spurður hvort eðlilegt sé að forstöðumaðurinn sitji enn í starfi og hvort gera ætti kröfu um endurgreiðslu af hluta þeirrar upphæðar sem runnið hefur til mannsins frá 2002. Þar vísar Sveinn til viðbragða innanríkisráðuneytisins við skýrslunni þar sem segir að ráðuneytið „mun boða forstjóra ÞÍ á sinn fund […] þar sem farið verður yfir launasetningu forstöðumanns tölvudeildar stofnunarinnar“.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira