Innlent

Ný skonnorta til Húsavíkur

Skonnorta sem þessi er mikil bæjarprýði.
Skonnorta sem þessi er mikil bæjarprýði.
Hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling á Húsavík hefur fjárfest í skonnortu sem hefur verið gefið nafnið Opal.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að Opal sé 32 metra löng tvímastra skonnorta með níu segl. Skipið hefur káetur fyrir 12 farþega, í sex klefum, auk áhafnar. Opal er byggð sem togari í Damgarten árið 1952 en árið 1973 tóku danskir eigendur við skipinu og breyttu í skonnortuna sem hún er í dag.

Með þessari viðbót hyggst Norðursigling byggja enn frekar undir framboð á skútusiglingum og mæta aukinni eftirspurn eftir lengri ferðum og leiðöngrum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×