Innlent

Leiga hækkaði um 0,7% í mars

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,7% í mars.FRéttablaðið/Vilhelm
Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,7% í mars.FRéttablaðið/Vilhelm
Vísitala húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% frá febrúar til mars, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands.

Þar segir jafnframt að vísitalan hafi hækkað um 3,7% síðustu þrjá mánuði og 9,1% síðustu tólf mánuði. Vísitalan hefur hækkað um 22,5% frá upphafi, í janúar 2011.

Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og eru tölurnar unnar upp úr leigusamningum sem var þinglýst í mars. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×