Innlent

Jörðin Teigarhorn nú friðlýst

Teigarhorn er heimsfrægt vegna steinanna sem finnast þar. Brotist var inn á steinasafnið á staðnum fyrir nokkrum árum og steinum stolið í tugavís. Málið er óupplýst.
Teigarhorn er heimsfrægt vegna steinanna sem finnast þar. Brotist var inn á steinasafnið á staðnum fyrir nokkrum árum og steinum stolið í tugavís. Málið er óupplýst.
Óðalsjörðin Teigarhorn í Djúpavogshreppi hefur verið friðlýst, en Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu jarðarinnar sem fólksvangs. Við sama tækifæri undirritaði ráðherra endurskoðaða friðlýsingu geislasteinsnáma á jörðinni sem náttúruvætti.

Íslenska ríkið festi fyrr á árinu kaup á jörðinni sem er um 2.000 hektarar að stærð. Þar er einn þekktasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum og var sá hluti jarðarinnar friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975.

Teigarhorn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi. Þar hafa verið stundaðar veðurfarsathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873. Hús Weyvadts kaupmanns á Teigarhorni þykir einnig meðal mikilvægra menningarminja en það var byggt á árunum 1880–1882. Húsið er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

Einnig var undirritaður samningur Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið Djúpavogshrepp um daglega umsjón og rekstur friðlýstu svæðanna.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×