Innlent

Kvennametið slegið á borgarstjórnarfundi

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Sóley, Oddný, Diljá og Hanna Birna voru á meðal þeirra tíu kvenna sem sátu fundinn.
Sóley, Oddný, Diljá og Hanna Birna voru á meðal þeirra tíu kvenna sem sátu fundinn.
Aldrei hafa jafn margar konur setið sem borgarfulltrúar og á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Af fimmtán fundarmönnum voru tíu konur.

Fréttablaðið ræddi við Helgu Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem sagði kvennametið líklega hafa verið slegið. „Með öllum hefðbundnum fyrirvörum embættismanna get ég sagt, með 99 prósenta vissu, að þetta hafi aldrei gerst áður.“

Gunnar Eydal, sem var skrifstofustjóri borgarstjórnar í áratugi, man heldur ekki eftir því að svo margar konur hafi setið borgarstjórnarfund.

„Borgarráð var nær eingöngu skipað konum á einum fundinum en ég man ekki eftir því í borgarstjórn. Þetta er með því mesta sem ég hef heyrt um.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×