
Baráttan um val
Í grein þinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ þann 9/4 síðastliðinn ferð þú yfir skólastefnuna Skóli án aðgreiningar og segir að það sé mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns.
Þar sem ég er búinn að vera í tveggja ára þrotlausri baráttu vegna velferðar sonar míns og réttar hans til að sækja skóla og nám við hæfi er ég væntanlega einn þeirra sem, að þínu mati, skella skuldinni á skólastefnuna í heild sinni og er algerlega á móti stefnunni Skóli án aðgreiningar.
Ég er búinn að „deila reynslu“ í mörgum fjölmiðlum sem og annars staðar og ég er viss um að þú hafir kynnt þér reynslu okkar fjölskyldu. Ég er búinn að „segja frá“ vandamálum sem fylgja þessari stefnu, Skóli án aðgreiningar, og er ég einnig viss um að þú hafir kynnt þér þau líka. Ef ég á að „rýna til gagns“ þar sem hvorki skóla- og frístundaráð né Menntamálaráðuneytið hefur gert það, þá er það ekki vandamál stefnunnar Skóli án aðgreiningar eða hugmyndafræði hennar að það sé búið að taka af foreldrum þroskaskertra barna það að hafa val um sérskóla eða heimaskóla. Samkvæmt lögum er það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna er það skylda.
Ég aðhyllist jöfn tækifæri og réttlátt samfélag fyrir alla og mér finnst stefnan Skóli án aðgreiningar frábær skólastefna sem á alveg tvímælalaust rétt á sér en það er ekki þar með sagt að hún virki fyrir alla alltaf.
Þegar barn, eins og strákurinn minn, er hvorki með þroska né getu til að fylgja jafnöldrum sínum eftir námslega né félagslega þarf að vera val um viðeigandi umhverfi þar sem hann getur þroskast og náð að mynda vináttu með sínum jafningjum.
Við erum ekki á móti stefnunni heldur erum við að fara fram á að fá aftur þetta val sem var tekið af okkur 2010.
Kær kveðja.
Skoðun

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar