Vara sjósundfólk við saurgerlum í Fossvogi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Næstu daga verður sjósundfólki ekki óhætt í sjónum í Fossvogi vegna saurgerlamengunar frá fráveitustöð í Kópavogi. Mannskapurinn gerir út frá Kjalarnesi þar til allt verður komið í samt og betra lag með nýjum dælum.Fréttablaðið/stefán Út þessa viku má búast við að saurgerlamengun verði yfir viðunandi mörkum í Fossvogi. Fólki er ráðlagt að stunda hvorki sjósund né siglingar þar á meðan. Endurnýjun á dælum í fráveitustöð við Hafnarbraut í Kópavogi hófst í gær. Venjulega er skolpi dælt frá stöðinni yfir til Reykjavíkur og þaðan út á flóa. Þar til nýju dælunum hefur verið komið fyrir mun skolp Kópavogsbúa hins vegar renna út í Fossvoginn. „Það er fínt að þeir skuli vera að koma sínum málum í lag en það er bagalegt að þetta sé ekki orðið betra en það er. Það kemur alltaf illa við okkur þegar skolpið er sent út,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri á umhverfissviði Kópavogs, segir dælurnar á Hafnarbraut fimmtán ára gamlar. „Þær eru mjög slitnar og afköstin ekki nægjanlega mikil, þannig að dælustöðin er að fara of mikið á yfirfall. Að okkar mati er það óásættanlegt og við erum að laga það,“ segir Stefán. Ekki hefur allt sjósundfólk sömu afstöðu og Ragnheiður. „Ég á bágt með að skilja að leyfilegt sé að dæla skólpi undan Kópavogsbúum þarna út og að á dögum nútímatækni séu ekki aðrar leiðir færar,“ skrifar til að mynda ein sjósundkona á Facebook. „Við treystum okkur ekki í neina aðra lausn,“ segir Stefán og bendir á að um stöðina við Hafnarbraut fari sex til sjö hundruð lítrar á sekúndu. Þá segir Stefán að á meðan framkvæmdir standi yfir við Hafnarbraut hafi þrýstilögn sem flytur skolp frá Garðabæ yfir Kópavoginn að Sunnubraut verið sett á yfirfall til að minnka mengunarálag í Fossvoginum. „Sjósundmenn verða ekki kátir með þetta en þeir verða betur settir á eftir,“ segir Stefán, sem býst við að nýju dælurnar verði teknar í gagnið á föstudag eða laugardag. „Við mælumst til að menn stundi ekki sjósund þangað til við erum búnir að sannreyna að sjórinn sé ómengaður. Þetta er gerlamengun og hún er hættuleg,“ varar hann við. Ragnheiður segir sjósundfólk einmitt munu halda sig fjarri Fossvoginum næstu daga. „Við ætlum að fjölmenna upp á Kjalarnes og synda fyrir neðan Klébergslaugina. Við mætum svo bara galvösk aftur í Nauthólsvíkina í næstu viku þegar hún er búin að hreinsa sig,“ segir formaður sjósundkappanna. gar@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Út þessa viku má búast við að saurgerlamengun verði yfir viðunandi mörkum í Fossvogi. Fólki er ráðlagt að stunda hvorki sjósund né siglingar þar á meðan. Endurnýjun á dælum í fráveitustöð við Hafnarbraut í Kópavogi hófst í gær. Venjulega er skolpi dælt frá stöðinni yfir til Reykjavíkur og þaðan út á flóa. Þar til nýju dælunum hefur verið komið fyrir mun skolp Kópavogsbúa hins vegar renna út í Fossvoginn. „Það er fínt að þeir skuli vera að koma sínum málum í lag en það er bagalegt að þetta sé ekki orðið betra en það er. Það kemur alltaf illa við okkur þegar skolpið er sent út,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri á umhverfissviði Kópavogs, segir dælurnar á Hafnarbraut fimmtán ára gamlar. „Þær eru mjög slitnar og afköstin ekki nægjanlega mikil, þannig að dælustöðin er að fara of mikið á yfirfall. Að okkar mati er það óásættanlegt og við erum að laga það,“ segir Stefán. Ekki hefur allt sjósundfólk sömu afstöðu og Ragnheiður. „Ég á bágt með að skilja að leyfilegt sé að dæla skólpi undan Kópavogsbúum þarna út og að á dögum nútímatækni séu ekki aðrar leiðir færar,“ skrifar til að mynda ein sjósundkona á Facebook. „Við treystum okkur ekki í neina aðra lausn,“ segir Stefán og bendir á að um stöðina við Hafnarbraut fari sex til sjö hundruð lítrar á sekúndu. Þá segir Stefán að á meðan framkvæmdir standi yfir við Hafnarbraut hafi þrýstilögn sem flytur skolp frá Garðabæ yfir Kópavoginn að Sunnubraut verið sett á yfirfall til að minnka mengunarálag í Fossvoginum. „Sjósundmenn verða ekki kátir með þetta en þeir verða betur settir á eftir,“ segir Stefán, sem býst við að nýju dælurnar verði teknar í gagnið á föstudag eða laugardag. „Við mælumst til að menn stundi ekki sjósund þangað til við erum búnir að sannreyna að sjórinn sé ómengaður. Þetta er gerlamengun og hún er hættuleg,“ varar hann við. Ragnheiður segir sjósundfólk einmitt munu halda sig fjarri Fossvoginum næstu daga. „Við ætlum að fjölmenna upp á Kjalarnes og synda fyrir neðan Klébergslaugina. Við mætum svo bara galvösk aftur í Nauthólsvíkina í næstu viku þegar hún er búin að hreinsa sig,“ segir formaður sjósundkappanna. gar@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira