Undrast að sjá loðnu fyrir öllu Suðurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 13. apríl 2013 07:00 Blóðbað var hjá netabátnum Kristbjörgu á dögunum en á meðan fæst lítið á línu. Kristján Hilmarsson, alltaf kallaður Stjáni Nínon, er hér á rúllunni. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Það virðist vera töluvert af loðnu hérna á svæðinu. Það er gríðarlegt magn af þorski, en hann tekur ekki línuna hjá okkur af því að það er svo mikið æti. Þess vegna er tregfiskerí á línubátunum,“ segir Þorvaldur Garðarsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR. Sögur berast frá sjómönnum sem eru við veiðar fyrir Suðurlandi að loðnu sé að finna víða. Nefnt er að til loðnu sjáist allt frá Reykjanesi austur að Höfn í Hornafirði. Þorvaldur, sem hefur róið frá Þorlákshöfn í fjóra áratugi, hefur ekki séð loðnu á miðunum svo seint áður en hann var við veiðar djúpt á Selvogsbanka í gær. Hann segir þvert á móti að venjulega gangi loðnan hratt með landinu og hverfi vestur fyrir land þar sem hún hrygnir og drepst. „Hún virðist hins vegar vera dreifð hérna um gríðarlega stórt svæði núna. Núna er hún hérna um allt, og er sjálfsagt að fara drepast hérna í stórum stíl. Það eru góðar fréttir fyrir allan þennan þorsk sem þarf eitthvað að éta,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að handfærabátar séu að fá góða veiði og mok sé hjá netabátunum um allan sjó. Hann telur að þorskur líti ekki við línunni af því að beitan leggst á botninn; fiskurinn sé hins vegar að elta lifandi bráð og því taki hann hjá krókabátunum, en færakrókarnir líkja eftir lifandi síli. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þessar fregnir af loðnu við Suðurland hafi ekki borist á sitt borð. Hins vegar þurfi þetta ekki að koma sérstaklega á óvart. „Þegar við mældum seinni partinn í janúar og fram í febrúar þá fundum við loðnu á gríðarstóru svæði frá miðjum Vestfjörðum og vestur fyrir Hala. Svo kom þessi vesturganga sem gekk suður með Vestfjörðum og inn á Breiðafjörð, en hins vegar virðist loðna hafa gengið austur úr og farið þessa löngu hringleið. Þetta gætu verið eftirhreyturnar af slíkri göngu,“ segir Sveinn. Sveinn telur að mæling Hafrannsóknastofnunar á loðnunni hafi náð yfir alla loðnugönguna, og ekkert hafi orðið útundan. „Það getur jafnframt verið að loðna sé enn að hrygna fyrir vestan og norðan. Í þessum kalda sjó seinkar þessu, því eftir að hún kemur í hlýja sjóinn þá tekur hrognaþroskinn fyrst við sér, sem ræður því hvað hún lifir lengi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til að efast um að sjómenn séu að sjá loðnu,“ segir Sveinn. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það virðist vera töluvert af loðnu hérna á svæðinu. Það er gríðarlegt magn af þorski, en hann tekur ekki línuna hjá okkur af því að það er svo mikið æti. Þess vegna er tregfiskerí á línubátunum,“ segir Þorvaldur Garðarsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR. Sögur berast frá sjómönnum sem eru við veiðar fyrir Suðurlandi að loðnu sé að finna víða. Nefnt er að til loðnu sjáist allt frá Reykjanesi austur að Höfn í Hornafirði. Þorvaldur, sem hefur róið frá Þorlákshöfn í fjóra áratugi, hefur ekki séð loðnu á miðunum svo seint áður en hann var við veiðar djúpt á Selvogsbanka í gær. Hann segir þvert á móti að venjulega gangi loðnan hratt með landinu og hverfi vestur fyrir land þar sem hún hrygnir og drepst. „Hún virðist hins vegar vera dreifð hérna um gríðarlega stórt svæði núna. Núna er hún hérna um allt, og er sjálfsagt að fara drepast hérna í stórum stíl. Það eru góðar fréttir fyrir allan þennan þorsk sem þarf eitthvað að éta,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að handfærabátar séu að fá góða veiði og mok sé hjá netabátunum um allan sjó. Hann telur að þorskur líti ekki við línunni af því að beitan leggst á botninn; fiskurinn sé hins vegar að elta lifandi bráð og því taki hann hjá krókabátunum, en færakrókarnir líkja eftir lifandi síli. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þessar fregnir af loðnu við Suðurland hafi ekki borist á sitt borð. Hins vegar þurfi þetta ekki að koma sérstaklega á óvart. „Þegar við mældum seinni partinn í janúar og fram í febrúar þá fundum við loðnu á gríðarstóru svæði frá miðjum Vestfjörðum og vestur fyrir Hala. Svo kom þessi vesturganga sem gekk suður með Vestfjörðum og inn á Breiðafjörð, en hins vegar virðist loðna hafa gengið austur úr og farið þessa löngu hringleið. Þetta gætu verið eftirhreyturnar af slíkri göngu,“ segir Sveinn. Sveinn telur að mæling Hafrannsóknastofnunar á loðnunni hafi náð yfir alla loðnugönguna, og ekkert hafi orðið útundan. „Það getur jafnframt verið að loðna sé enn að hrygna fyrir vestan og norðan. Í þessum kalda sjó seinkar þessu, því eftir að hún kemur í hlýja sjóinn þá tekur hrognaþroskinn fyrst við sér, sem ræður því hvað hún lifir lengi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til að efast um að sjómenn séu að sjá loðnu,“ segir Sveinn.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira