Innlent

13.200 fermetra vinnubúðir við Bjarnarflag

Guðmundur Hörður
Guðmundsson
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Stefnt er að því að fyrirhugaðar vinnubúðir Bjarnarflagsvirkjunar verði reistar á lóð Kísiliðjunnar. Gert er ráð fyrir tólf byggingarreitum alls 13.200m². Þetta kemur fram í auglýsingu um deiliskipulag frá skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps sem birt var í Mýflugunni í gær.

„Þetta er óeðlilegt miðað við yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið við Bjarnarflag. Það er mjög vont að menn segi eitt og séu svo að vinna að allt öðru. Þetta bendir bara til þess að Landsvirkjun vinni óhikað, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, forstjóri Landverndar. Hann bendir á að Umhverfisstofnun hafi í gær sett Mývatn og Laxá á rauðan lista, lista yfir svæði í hættu.

Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, segir ekkert athugavert við auglýsinguna og málið í eðlilegum farvegi, lögum samkvæmt. Unnið sé að því að gera svæðið tilbúið undir virkjunarframkvæmdir. Það verði svo að koma í ljós hvort virkjunarleyfi fáist. Það sé pólitísk ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×