Útskúfuð Blönduóslögga í mál við ríkið Stígur Helgason skrifar 12. apríl 2013 07:00 Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Blönduósi, er sakaður um að svara ekki erindum varðstjórans. Fréttablaðið/Rósa Fyrrverandi lögregluvarðstjóri á Blönduósi, sem sýknaður var af ákæru um kynferðisbrot, hefur höfðað tvö dómsmál á hendur íslenska ríkinu, annað til að komast aftur til starfa hjá embættinu og hitt til að innheimta laun sem hann telur sig eiga inni hjá embættinu. Varðstjórinn, sem er tæplega fimmtugur, var í september 2010 ákærður fyrir að hafa káfað á unglingsstúlku og leystur tímabundið frá störfum fljótlega eftir það. Málið þvældist í kjölfarið á milli dómstiga en endaði loks með sýknudómi í Hæstarétti í nóvember síðastliðnum og gerði Ríkislögreglustjóri þá lögreglustjóranum á Blönduósi að ráða varðstjórann aftur til starfa. Það vildi lögreglustjórinn á Blönduósi ekki og bar fyrir sig að til rannsóknar væri nýtt mál gegn varðstjóranum. Það var fellt niður í janúar. Síðan hefur varðstjórinn reynt að komast aftur til starfa og fá greidd laun í þann tíma sem hann var frá vinnu að ósekju að hans mati. Í annarri stefnu mannsins gegn hinu opinbera segir að mikilvægt sé að réttaróvissu um stöðu hans verði eytt. „Þetta á sérstaklega við þegar lögreglustjórinn á Blönduósi neitar að svara símtölum og erindum frá umboðsmönnum stefnanda,“ segir í stefnunni. Í fyrri stefnunni, gegn Ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Blönduósi og innanríkisráðherra, fer varðstjórinn fram á að réttur hans til að vera settur í embættið á nýjan leik verði viðurkenndur með dómi. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi mælt fyrir um að hann skuli settur aftur í embætti. „Hvað lögreglustjórinn á Blönduósi telur við hæfi eða ekki við hæfi breytir engu í því sambandi,“ segir í stefnunni. Varðstjórinn sé nú „milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“. Í þeirri síðari, gegn íslenska ríkinu, krefst hann 11,7 milljóna í vangreidd laun ásamt vöxtum. Bjarni G. Stefánsson, lögreglustjóra á Blönduósi, segist í samtali við Fréttablaðið hafa sent innanríkisráðherra greinargerð sína um málið. „Ég vil ekki tjá mig um þetta að öðru leyti.“ Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fyrrverandi lögregluvarðstjóri á Blönduósi, sem sýknaður var af ákæru um kynferðisbrot, hefur höfðað tvö dómsmál á hendur íslenska ríkinu, annað til að komast aftur til starfa hjá embættinu og hitt til að innheimta laun sem hann telur sig eiga inni hjá embættinu. Varðstjórinn, sem er tæplega fimmtugur, var í september 2010 ákærður fyrir að hafa káfað á unglingsstúlku og leystur tímabundið frá störfum fljótlega eftir það. Málið þvældist í kjölfarið á milli dómstiga en endaði loks með sýknudómi í Hæstarétti í nóvember síðastliðnum og gerði Ríkislögreglustjóri þá lögreglustjóranum á Blönduósi að ráða varðstjórann aftur til starfa. Það vildi lögreglustjórinn á Blönduósi ekki og bar fyrir sig að til rannsóknar væri nýtt mál gegn varðstjóranum. Það var fellt niður í janúar. Síðan hefur varðstjórinn reynt að komast aftur til starfa og fá greidd laun í þann tíma sem hann var frá vinnu að ósekju að hans mati. Í annarri stefnu mannsins gegn hinu opinbera segir að mikilvægt sé að réttaróvissu um stöðu hans verði eytt. „Þetta á sérstaklega við þegar lögreglustjórinn á Blönduósi neitar að svara símtölum og erindum frá umboðsmönnum stefnanda,“ segir í stefnunni. Í fyrri stefnunni, gegn Ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Blönduósi og innanríkisráðherra, fer varðstjórinn fram á að réttur hans til að vera settur í embættið á nýjan leik verði viðurkenndur með dómi. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi mælt fyrir um að hann skuli settur aftur í embætti. „Hvað lögreglustjórinn á Blönduósi telur við hæfi eða ekki við hæfi breytir engu í því sambandi,“ segir í stefnunni. Varðstjórinn sé nú „milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“. Í þeirri síðari, gegn íslenska ríkinu, krefst hann 11,7 milljóna í vangreidd laun ásamt vöxtum. Bjarni G. Stefánsson, lögreglustjóra á Blönduósi, segist í samtali við Fréttablaðið hafa sent innanríkisráðherra greinargerð sína um málið. „Ég vil ekki tjá mig um þetta að öðru leyti.“
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira