Tannlækningar fyrir börn verða ókeypis 12. apríl 2013 07:00 Guðbjartur Hannesson Stefnt er að því niðurgreiða að fullu tannlækningar allra barna undir 18 ára aldri. Samningur þess efnis var undirritaður milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands í gær. „Þetta var mikill gleðidagur,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Niðurgreiðslunum verður komið á í áföngum. Full endurgreiðsla barna á aldrinum 12-17 ára hefst 15. maí og svo bætast við nýir árgangar árlega eða fram til ársins 2018 þegar innleiðingu kerfisins lýkur. Hverju barni verður gert að borga eitt komugjald á ári, 2.500 krónur. Eftir það er öll þjónusta barna ókeypis fyrir utan tannréttingar. Samningurinn markar að sögn velferðarráðherra tímamót þar sem tannlæknar hafi starfað að mestu án samnings síðan 1998. „Það er búinn að vera allt of langur aðdragandi að þessum samningi. Þegar ljóst var að niðurstöður síðustu rannsókna voru jafn alvarlegar og raun bar vitni var ljóst að átak þyrfti til að efla tannheilsu landsmanna,“ segir Guðbjartur. Í nóvember síðastliðnum lagði velferðarráðuneytið til að tannlækningar barna yrðu niðurgreiddar að fullu. Tillagan var samþykkt af ríkisstjórn og starfshópur skipaður í kjölfarið. „Hver velur sinn heimilistannlækni og skráir í kerfi og með því kemst hann sjálfkrafa inn á opinbera gjaldskrá,“ útskýrir Guðbjartur. Ásta Óskarsdóttir tannlæknir telur að tannlæknar séu almennt ánægðir með samninginn. „Þetta er alveg rosalega gott og alveg frábærar fréttir fyrir börnin í landinu. Það er ekki nema eðlilegt á meðan við erum að borga skatta að þetta sé í lagi og í samræmi við það sem við þekkjum á Norðurlöndunum,“ segir Ásta. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Stefnt er að því niðurgreiða að fullu tannlækningar allra barna undir 18 ára aldri. Samningur þess efnis var undirritaður milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands í gær. „Þetta var mikill gleðidagur,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Niðurgreiðslunum verður komið á í áföngum. Full endurgreiðsla barna á aldrinum 12-17 ára hefst 15. maí og svo bætast við nýir árgangar árlega eða fram til ársins 2018 þegar innleiðingu kerfisins lýkur. Hverju barni verður gert að borga eitt komugjald á ári, 2.500 krónur. Eftir það er öll þjónusta barna ókeypis fyrir utan tannréttingar. Samningurinn markar að sögn velferðarráðherra tímamót þar sem tannlæknar hafi starfað að mestu án samnings síðan 1998. „Það er búinn að vera allt of langur aðdragandi að þessum samningi. Þegar ljóst var að niðurstöður síðustu rannsókna voru jafn alvarlegar og raun bar vitni var ljóst að átak þyrfti til að efla tannheilsu landsmanna,“ segir Guðbjartur. Í nóvember síðastliðnum lagði velferðarráðuneytið til að tannlækningar barna yrðu niðurgreiddar að fullu. Tillagan var samþykkt af ríkisstjórn og starfshópur skipaður í kjölfarið. „Hver velur sinn heimilistannlækni og skráir í kerfi og með því kemst hann sjálfkrafa inn á opinbera gjaldskrá,“ útskýrir Guðbjartur. Ásta Óskarsdóttir tannlæknir telur að tannlæknar séu almennt ánægðir með samninginn. „Þetta er alveg rosalega gott og alveg frábærar fréttir fyrir börnin í landinu. Það er ekki nema eðlilegt á meðan við erum að borga skatta að þetta sé í lagi og í samræmi við það sem við þekkjum á Norðurlöndunum,“ segir Ásta.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira