Varðstaðan um vatnið Álfheiður Ingadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun