Varðstaðan um vatnið Álfheiður Ingadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar