Innlent

Nýr kafli í netöryggi

Þorgils Jónsson skrifar
Össur Skarphéðinsson og Urmas Paet funduðu á Litlu kaffistofunni í gær.
Össur Skarphéðinsson og Urmas Paet funduðu á Litlu kaffistofunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
Ísland hefur ákveðið að gerast aðili að netöryggissetri NATO sem staðsett er í Tallinn í Eistlandi. Össur Skarphéðinsson tilkynnti Urmas Paet, eistneskum starfsbróður sínum, þetta í gær.

Um er að ræða svokallað öndvegissetur þar sem fram fara rannsóknir um baráttu gegn tölvuglæpum og netárásum. Fimmtán aðildarríki NATO eru aðilar að netöryggissetrinu.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er haft eftir Össuri að Paet hafi hvatt Íslendinga til að gerast aðilar að setrinu og það hafi orðið úr eftir nánari könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×