Verðhækkanir í skjóli sykurskatts 6. apríl 2013 07:00 Sykurskattur leggst nú á vörur í hlutfalli við sykurinnihald. Fréttablaðið/valli „Það eru engin efnisleg rök sem styðja við 10% verðhækkun á brauðmeti vegna þessarar nýju skattheimtu, nema brauðið sé eingöngu gert úr sykri," segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, um sykurskattinn svokallaða, sem lagður var á ákveðnar matvörur þann 1. mars síðastliðinn. Hún segir 1-3% verðhækkun á matvörur vegna gjaldtökunnar eðlilega, en gjaldið sé reiknað í hlutfalli við sykurinnihald matvælanna. Á síðu aðildarfélaga ASÍ, Vertu á verði, má finna margar athugasemdir frá neytendum þess efnis að verslanir hafi hækkað verð verulega frá þeim degi er sykurskatturinn var lagður á. Þar á meðal eru nokkrar er snúa að hækkun á brauðmeti sem í sumum tilfellum hefur hækkað um allt að 10% í verði. Sé skýringa leitað er sykurskattinum kennt um. Það er að Hennýjar mati óeðlilegt: „Það ætti að taka nokkra mánuði fyrir gjaldtökuna að koma fram í verðhækkunum." Henný segir að sykurskatturinn skili sér þó fyrr í verðhækkunum ferskvara." Sykurskatturinn felur í sér hækkanir vörugjalda á matvæli sem innihalda ákveðið magn sykurs eða sætuefna en stjórnvöld áætluðu með þessu að auka tekjur í ríkissjóð um 800 milljónir. Skattheimtan byggir á 210 króna vörugjaldi á hvert kíló af sykri, sem er hækkun um 250%, en matvæli með viðbættum sykri, eða sætuefni, bera vörugjaldið í réttu hlutfalli við sykurmagn. Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa fengið athugasemdir frá neytendum sem óánægðir eru með verðhækkanir undanfarið. Henný segir of snemmt að áætla hvort það sé vegna sykurskattsins. „Þetta er ógagnsæ skattheimta og erfitt fyrir okkur og neytendur að fylgja henni eftir. Þar af leiðandi er alltaf hætt við að menn nýti tækifærið og noti sykurskattinn sem átyllu til þess að hækka verð almennt og umfram það hlutfall sem gjaldtakan segir til um." - mli Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það eru engin efnisleg rök sem styðja við 10% verðhækkun á brauðmeti vegna þessarar nýju skattheimtu, nema brauðið sé eingöngu gert úr sykri," segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, um sykurskattinn svokallaða, sem lagður var á ákveðnar matvörur þann 1. mars síðastliðinn. Hún segir 1-3% verðhækkun á matvörur vegna gjaldtökunnar eðlilega, en gjaldið sé reiknað í hlutfalli við sykurinnihald matvælanna. Á síðu aðildarfélaga ASÍ, Vertu á verði, má finna margar athugasemdir frá neytendum þess efnis að verslanir hafi hækkað verð verulega frá þeim degi er sykurskatturinn var lagður á. Þar á meðal eru nokkrar er snúa að hækkun á brauðmeti sem í sumum tilfellum hefur hækkað um allt að 10% í verði. Sé skýringa leitað er sykurskattinum kennt um. Það er að Hennýjar mati óeðlilegt: „Það ætti að taka nokkra mánuði fyrir gjaldtökuna að koma fram í verðhækkunum." Henný segir að sykurskatturinn skili sér þó fyrr í verðhækkunum ferskvara." Sykurskatturinn felur í sér hækkanir vörugjalda á matvæli sem innihalda ákveðið magn sykurs eða sætuefna en stjórnvöld áætluðu með þessu að auka tekjur í ríkissjóð um 800 milljónir. Skattheimtan byggir á 210 króna vörugjaldi á hvert kíló af sykri, sem er hækkun um 250%, en matvæli með viðbættum sykri, eða sætuefni, bera vörugjaldið í réttu hlutfalli við sykurmagn. Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa fengið athugasemdir frá neytendum sem óánægðir eru með verðhækkanir undanfarið. Henný segir of snemmt að áætla hvort það sé vegna sykurskattsins. „Þetta er ógagnsæ skattheimta og erfitt fyrir okkur og neytendur að fylgja henni eftir. Þar af leiðandi er alltaf hætt við að menn nýti tækifærið og noti sykurskattinn sem átyllu til þess að hækka verð almennt og umfram það hlutfall sem gjaldtakan segir til um." - mli
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent