Er Ísland eyland? Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Bankakreppan núna einkennist, eins og alltaf, af miklu magni lána sem að lokum er ekki hægt að endurgreiða og bankarnir lenda í vandræðum. Orsökin gæti verið oftrú en er mun fremur glæfraleg lánastarfsemi í trausti væntanlegrar ríkisábyrgðar. Í Evrópu er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu sem neyðir ríkisstjórnir til að greiða tap bankanna á kostnað almennings. Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín. Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu. Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur. Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.Úr pyngju almennings Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur. Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.Undiralda í Evrópu Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða. Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur. Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar