Í fullorðinna tölu? 4. apríl 2013 07:00 Ég man hversu upprifin ég var þegar amma mín sagði mér frá sinni fermingu. Hún sagði að það hefði verið merkilegur dagur því þann dag hefði hún komist í fullorðinna tölu og fengið sitt fyrsta úr. Amma mín, sem fæddist í torfbæ norður í landi, sagði að öllu hefði verið til tjaldað til að gera daginn sem glæsilegastan. Ég var átta ára og það sem vakti mesta athygli mína var að ég yrði fullorðin eftir aðeins nokkur ár og fengi þá loksins að njóta allra þeirra forréttinda sem mér voru meinuð sem barni. Eftir því sem að nær dró fermingardeginum jókst áhuginn á því að verða fullorðin, en ekki á fermingunni sjálfri. Hvernig átti ég að vita hvort ég væri kristin eða ekki? Og ef svo væri, vildi ég vera það um alla tíð? Eftir mikla umhugsun tilkynnti ég fjölskyldunni að ég ætlaði svo sannarlega að komast í fullorðinna tölu um vorið en vildi ekki láta ferma mig. Undirtektirnar voru ekki jákvæðar, nema frá föðurömmu minni sem var prestsekkja. Hún sagðist vel skilja að ég gæti ekki tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti því ég væri bara barn. Að lokum fékk ég það í gegn að fermast ekki. Hvort maður fermist eða ekki hefur engin úrslitaáhrif á framtíð manns en það er erfitt fyrir ungt fólk að fara gegn venjum samfélagsins. Á hverri mínútu ganga þúsundir ungra stúlkna í gegnum mun afdrifaríkari athöfn, oftast gegn vilja sínum; þær eru gefnar í hjónabönd. Þrátt fyrir að lög í velflestum samfélögum segi til um að börn þurfi að hafi náð 18 ára aldri til að giftast er meðalaldur brúða víða 14 ár og í Bangladess eru 12 prósent brúða gift undir 12 ára aldri. Vandinn er víðtækur en 39 þúsund stúlkur eru gefnar í hjónaband á hverjum degi! Ef ekkert verður að gert verða 140 milljónir stúlkna giftar á næstu tíu árum. Ástæður þess að stúlkur eru gefnar í hjónaband á unga aldri eru ekki einfaldar. Flestar hafa þó lítið eða ekkert val. Rótgróið kynjamisrétti, samfélagslegur þrýstingur, fátækt foreldra og skortur á tækifærum til menntunar og atvinnu eru þó helstu ástæður þessa víðtæka vanda.Upprætum barnabrúðkaup Afnám ofbeldis gegn stúlkubarninu er áhersluatriði Styrktarsjóðs UN Women í ár. Sjóðurinn leggur mikla áherslu á að stuðla að hugarfarsbreytingu svo hjónabönd stúlkna verði afnumin. Rannsóknir sýna að slík hjónabönd hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heilsufarslegu, efnahagslegu sem og félagslegu tilliti. Stúlkur sem giftast kornungar fá síður tækifæri til að mennta sig og eiga þar af leiðandi síður kost á góðu starfi sem gerir þær efnahagslega sjálfstæðar. Einnig eru ómenntaðar mæður ólíklegri til að hvetja sín börn til menntunar og að brjótast þannig úr fátækt. Mæðradauði er gífurlega hár á meðal unglingsstúlkna í þróunarríkjum og helsta dánarástæða stúlkna á aldrinum 15 til 18 ára er vandamál á meðgöngu eða við fæðingu. Flestar þessara ungu mæðra eru í hjónabandi. Meðganga og fæðing ógna ekki einungis lífi mæðranna, ungbarnadauði er 50% hærri meðal barna unglingsstúlkna en mæðra á þrítugsaldri. Rannsóknir sýna að stúlkur sem giftast ungar eru mun líklegri en aðrar til að verða fyrir líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Valdamunur stúlknanna og eiginmannanna hindrar þær í að krefjast réttinda sinna og oft hamlar tengdafjölskylda stúlkum að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína og vini. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að slík hjónabönd eigi sér stað og við verðum að stuðla að valdeflingu þeirra stúlkna sem nú þegar eru giftar. Þjóðarleiðtogar hafa sammælst um mikilvægi þess að draga úr fátækt fyrir árið 2015. Til þess að árangur náist verðum við að taka höndum saman. Mikilvægur liður í því er að raddir hinna fjölmörgu barnabrúða fái að heyrast og skilningur á stöðu þeirra vaxi. UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað auglýsingaherferð sem minnir okkur á að 14 ára stúlkur eru ekki komnar í fullorðinna tölu. Á síðustu hundrað árum hefur orðið mikil hugarfarsbreyting á Íslandi varðandi hlutverk kynjanna og ólíkra kynslóða í samfélaginu. Hefðir eru nefnilega ekki óbreytanlegar. Líkt og mannréttindafrömuðurinn Desmond Tutu minnir á: „Hefðir lifa ekki einar og sér, þær eru búnar til af fólki. Þess vegna getum við breytt þeim. Ég hef séð slíkar breytingar sjálfur. Upprætum barnabrúðkaup á einni kynslóð. Þetta eru börn, ekki brúðir." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Ég man hversu upprifin ég var þegar amma mín sagði mér frá sinni fermingu. Hún sagði að það hefði verið merkilegur dagur því þann dag hefði hún komist í fullorðinna tölu og fengið sitt fyrsta úr. Amma mín, sem fæddist í torfbæ norður í landi, sagði að öllu hefði verið til tjaldað til að gera daginn sem glæsilegastan. Ég var átta ára og það sem vakti mesta athygli mína var að ég yrði fullorðin eftir aðeins nokkur ár og fengi þá loksins að njóta allra þeirra forréttinda sem mér voru meinuð sem barni. Eftir því sem að nær dró fermingardeginum jókst áhuginn á því að verða fullorðin, en ekki á fermingunni sjálfri. Hvernig átti ég að vita hvort ég væri kristin eða ekki? Og ef svo væri, vildi ég vera það um alla tíð? Eftir mikla umhugsun tilkynnti ég fjölskyldunni að ég ætlaði svo sannarlega að komast í fullorðinna tölu um vorið en vildi ekki láta ferma mig. Undirtektirnar voru ekki jákvæðar, nema frá föðurömmu minni sem var prestsekkja. Hún sagðist vel skilja að ég gæti ekki tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti því ég væri bara barn. Að lokum fékk ég það í gegn að fermast ekki. Hvort maður fermist eða ekki hefur engin úrslitaáhrif á framtíð manns en það er erfitt fyrir ungt fólk að fara gegn venjum samfélagsins. Á hverri mínútu ganga þúsundir ungra stúlkna í gegnum mun afdrifaríkari athöfn, oftast gegn vilja sínum; þær eru gefnar í hjónabönd. Þrátt fyrir að lög í velflestum samfélögum segi til um að börn þurfi að hafi náð 18 ára aldri til að giftast er meðalaldur brúða víða 14 ár og í Bangladess eru 12 prósent brúða gift undir 12 ára aldri. Vandinn er víðtækur en 39 þúsund stúlkur eru gefnar í hjónaband á hverjum degi! Ef ekkert verður að gert verða 140 milljónir stúlkna giftar á næstu tíu árum. Ástæður þess að stúlkur eru gefnar í hjónaband á unga aldri eru ekki einfaldar. Flestar hafa þó lítið eða ekkert val. Rótgróið kynjamisrétti, samfélagslegur þrýstingur, fátækt foreldra og skortur á tækifærum til menntunar og atvinnu eru þó helstu ástæður þessa víðtæka vanda.Upprætum barnabrúðkaup Afnám ofbeldis gegn stúlkubarninu er áhersluatriði Styrktarsjóðs UN Women í ár. Sjóðurinn leggur mikla áherslu á að stuðla að hugarfarsbreytingu svo hjónabönd stúlkna verði afnumin. Rannsóknir sýna að slík hjónabönd hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heilsufarslegu, efnahagslegu sem og félagslegu tilliti. Stúlkur sem giftast kornungar fá síður tækifæri til að mennta sig og eiga þar af leiðandi síður kost á góðu starfi sem gerir þær efnahagslega sjálfstæðar. Einnig eru ómenntaðar mæður ólíklegri til að hvetja sín börn til menntunar og að brjótast þannig úr fátækt. Mæðradauði er gífurlega hár á meðal unglingsstúlkna í þróunarríkjum og helsta dánarástæða stúlkna á aldrinum 15 til 18 ára er vandamál á meðgöngu eða við fæðingu. Flestar þessara ungu mæðra eru í hjónabandi. Meðganga og fæðing ógna ekki einungis lífi mæðranna, ungbarnadauði er 50% hærri meðal barna unglingsstúlkna en mæðra á þrítugsaldri. Rannsóknir sýna að stúlkur sem giftast ungar eru mun líklegri en aðrar til að verða fyrir líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Valdamunur stúlknanna og eiginmannanna hindrar þær í að krefjast réttinda sinna og oft hamlar tengdafjölskylda stúlkum að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína og vini. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að slík hjónabönd eigi sér stað og við verðum að stuðla að valdeflingu þeirra stúlkna sem nú þegar eru giftar. Þjóðarleiðtogar hafa sammælst um mikilvægi þess að draga úr fátækt fyrir árið 2015. Til þess að árangur náist verðum við að taka höndum saman. Mikilvægur liður í því er að raddir hinna fjölmörgu barnabrúða fái að heyrast og skilningur á stöðu þeirra vaxi. UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað auglýsingaherferð sem minnir okkur á að 14 ára stúlkur eru ekki komnar í fullorðinna tölu. Á síðustu hundrað árum hefur orðið mikil hugarfarsbreyting á Íslandi varðandi hlutverk kynjanna og ólíkra kynslóða í samfélaginu. Hefðir eru nefnilega ekki óbreytanlegar. Líkt og mannréttindafrömuðurinn Desmond Tutu minnir á: „Hefðir lifa ekki einar og sér, þær eru búnar til af fólki. Þess vegna getum við breytt þeim. Ég hef séð slíkar breytingar sjálfur. Upprætum barnabrúðkaup á einni kynslóð. Þetta eru börn, ekki brúðir."
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar