Rannsaka hvort vegagerð var ástæða síldardauðans Svavar Hávarðsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Hreinsunarstarf hefur staðið yfir í Kolgrafafirði um alllangt skeið. Fréttablaðið/Vilhelm umhverfismálSérfræðingar Vegagerðarinnar og Hafrannsóknastofnunar eru að hefja rannsókn á því hvort þverun Kolgrafafjarðar hafi átt þátt í síldardauðanum í firðinum. Rannsóknin er viðamikil og gæti tekið allt að því eitt ár. Jón Helgason, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að vangaveltur um súrefnisþurrð sem aðalástæðu síldardauðans séu tilefni rannsóknarinnar og þá samband við vegfyllinguna í firðinum í því samhengi. „Það er ekkert einsýnt í þessum efnum en í samstarfi við Hafrannsóknastofnun erum við að skipuleggja frekari mælingar en þegar hafa verið gerðar vegna síldardauðans. Tilgangur þeirra er að greina nánar þessa tilgátu um það sem er að gerast fyrir innan þverunina,“ segir Jón. Jón segir að mælingarnar séu umfangsmiklar og kostnaðarsamar ef allt verður framkvæmt sem rætt hefur verið um. Tímaramminn liggur ekki fyrir en rannsóknir gætu staðið í eitt ár ef nauðsynlegt þykir. „Fyrst er að safna upplýsingunum og greina svo þessar tilgátur sem uppi eru.“ Guðmundur Óskarsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar, fjallaði um síldardauðann í Kolgrafafirði á vegum Líffræðistofu Háskóla Íslands á dögunum. Þar staðfesti hann kenningar um síldardauðann; að hann séu rakinn til súrefnisskorts. Í máli hans kom fram að meginhluti íslenska sumargotssíldarstofnsins hefur haft vetursetu víðs vegar í sunnanverðum Breiðafirði frá haustinu 2006. Veturinn 2011/2012 varð síldarinnar fyrst vart í verulega magni innan brúar í Kolgrafafirði og aftur í desember 2012, eða samkvæmt bergmálsmælingum um 300 þúsund tonn í hvoru tilviki. Aðeins tveimur dögum eftir að bergmálsmæling á stofninum fór fram, eða þann 14. desember 2012, varð ljóst að mikill síldardauði hafði átt sér stað í innanverðum firðinum. Viðlíka síldardauði átt sér svo aftur stað 1. febrúar 2013. Þegar allt er talið mun ríflega 50 þúsund tonn hafa drepist í þessi tvö skipti. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
umhverfismálSérfræðingar Vegagerðarinnar og Hafrannsóknastofnunar eru að hefja rannsókn á því hvort þverun Kolgrafafjarðar hafi átt þátt í síldardauðanum í firðinum. Rannsóknin er viðamikil og gæti tekið allt að því eitt ár. Jón Helgason, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að vangaveltur um súrefnisþurrð sem aðalástæðu síldardauðans séu tilefni rannsóknarinnar og þá samband við vegfyllinguna í firðinum í því samhengi. „Það er ekkert einsýnt í þessum efnum en í samstarfi við Hafrannsóknastofnun erum við að skipuleggja frekari mælingar en þegar hafa verið gerðar vegna síldardauðans. Tilgangur þeirra er að greina nánar þessa tilgátu um það sem er að gerast fyrir innan þverunina,“ segir Jón. Jón segir að mælingarnar séu umfangsmiklar og kostnaðarsamar ef allt verður framkvæmt sem rætt hefur verið um. Tímaramminn liggur ekki fyrir en rannsóknir gætu staðið í eitt ár ef nauðsynlegt þykir. „Fyrst er að safna upplýsingunum og greina svo þessar tilgátur sem uppi eru.“ Guðmundur Óskarsson, sérfræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar, fjallaði um síldardauðann í Kolgrafafirði á vegum Líffræðistofu Háskóla Íslands á dögunum. Þar staðfesti hann kenningar um síldardauðann; að hann séu rakinn til súrefnisskorts. Í máli hans kom fram að meginhluti íslenska sumargotssíldarstofnsins hefur haft vetursetu víðs vegar í sunnanverðum Breiðafirði frá haustinu 2006. Veturinn 2011/2012 varð síldarinnar fyrst vart í verulega magni innan brúar í Kolgrafafirði og aftur í desember 2012, eða samkvæmt bergmálsmælingum um 300 þúsund tonn í hvoru tilviki. Aðeins tveimur dögum eftir að bergmálsmæling á stofninum fór fram, eða þann 14. desember 2012, varð ljóst að mikill síldardauði hafði átt sér stað í innanverðum firðinum. Viðlíka síldardauði átt sér svo aftur stað 1. febrúar 2013. Þegar allt er talið mun ríflega 50 þúsund tonn hafa drepist í þessi tvö skipti.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira