Innlent

Sat of lengi í haldi og fékk ekki lyfin sín

Stígur Helgason skrifar
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða verktaka 400 þúsund krónur fyrir gæsluvarðhald sem hann sætti í tengslum við rannsókn á mansalsmáli árið 2009.

Héraðsdómur hafði sýknað ríkið af kröfum mannsins og taldi að hann hefði sjálfur átt sök á því að hann var hnepptur í varðhald með því að svara ekki spurningum.

Maðurinn sat í varðhaldi í 22 daga og Hæstiréttur telur að síðustu sex dagarnir hafi verið óþarfir. Þá hafi hann ekki fengið nauðsynleg lyf allan tímann sem hann sat inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×