Innlent

Ný tækifæri krefjast betra skips

Svavar Hávarsson skrifar
samfylgd Polar er smíðað í Noregi árið 1997; er 76 metrar á lengd og 13 á breidd. Burðargeta skipsins er 2.100 tonn.mynd/Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir
samfylgd Polar er smíðað í Noregi árið 1997; er 76 metrar á lengd og 13 á breidd. Burðargeta skipsins er 2.100 tonn.mynd/Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir
Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S hefur fest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Eros og er því ætlað að leysa skip félagsins, Eriku, af hólmi. Grænlenska félagið er í þriðjungseigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og hefur samstarfið staðið í fjölda ára.

Skipið mun fá nafnið Polar Amaroq (Heimskauta-Úlfur) og heimahöfn nýja skipsins verður Tasiilaq á Grænlandi. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir um nauðsynlega endurnýjun að ræða. „Eigendur East Greenland sjá aukna möguleika í uppsjávarveiðum. Nýja skipið er mjög vel tækjum búið og hefur verið nýtt til hafrannsókna við Noreg.“

Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar á sunnudag og sigldi í blíðviðri inn Norðfjörð í fylgd Eriku, sem fór til móts við nýja skipið og fylgdi því til hafnar. Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Geir Zoëga en hann hefur verið skipstjóri á Eriku síðastliðin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×