Innlent

Ráðherra bíður - eðlilegt að bíða eftir saksóknara

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
„Mér finnst eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu ríkissaksóknara, það er sá farvegur sem menn hljóta að horfa til núna,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, um leiðirnar þrjár sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinni að hægt sé að fara í kjölfarið.

„Í öðru lagi hljóta menn að bíða eftir því hver vilji hinna sakfelldu sjálfra er – hvort þeir vilja hafa frumkvæði að málinu. Og í þriðja lagi, reynist þær leiðir torsóttar, hljótum við að íhuga hitt – sem er lagafrumvarpsleiðin.“

Ögmundur áréttar að hópurinn telji eðlilegt að framhald verði á málinu. „En hvort sem svo verður þá tel ég að þessar lyktir núna marki að mörgu leyti tímamót fyrir þá sem hlut eiga að máli.“

Ögmundur segir að lögreglu- og fangelsisyfirvöld munu nú fá skýrsluna í hendur til yfirferðar, í því skyni að kanna hvort brotalamirnar sem afhjúpast í skýrslunni hafi allar verið bættar síðan þá, eða hvort enn þurfi eitthvað að gera í kerfinu. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×