Innlent

Pokaskortur hjá Fjölskylduhjálp

Þorgils Jónsson skrifar
Skjólstæðingar eru beðnir um að taka með sér burðarpoka vegna matarúthlutunar á morgun.FRéttablaðið/Anton
Skjólstæðingar eru beðnir um að taka með sér burðarpoka vegna matarúthlutunar á morgun.FRéttablaðið/Anton
Fjölskylduhjálp Íslands biður alla þá sem sækja til þeirra mataraðstoð að koma með burðarpoka eða töskur með sér sökum skorts á pokum. Fjölskylduhjálpin hyggst standa fyrir pokasöfnun á næstunni.

Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni segir að þaðan hafi verið afgreiddir um 90.000 matarpokar árið 2011 en fyrirtæki hafa gefið alla poka síðastliðinn áratug.

Mataraðstoð verður í Eskihlíð í Reykjavík á morgun frá kl. 14 til 16.30 og Grófinni í Reykjanesbæ frá kl. 16 til 18. Hársnyrting er í boði í Eskihlíðinni frá kl. 11 til 16 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×