Aðskilnaður systkina Hrafnhildur Hannesdóttir og Rannveig Sverrisdóttir og Birna Hafstein skrifa 25. mars 2013 16:00 Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun