Dagur vatnsins Gunnar Steinn Jónsson skrifar 22. mars 2013 07:00 Dagur vatnsins er haldinn 22. mars ár hvert til að minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar og varðveislu vatnsgæða. Hann er einnig til áminningar um hversu misskipt aðgengi mannkynsins er að vatni. Þema ársins í ár hjá Sameinuðu þjóðunum er „samvinna um vatn“. Með samvinnu er auðveldara að ná fram markmiðum. Í anda samvinnu munu umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fimm stofnanir ríkisins og Háskóli Íslands halda ráðstefnu um vatn og vatnsgæði á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól, í dag, á degi vatnsins. Forstjóri Umhverfisstofnunar mun setja ráðstefnuna kl. 13.00 og henni lýkur kl. 17.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytt svið sem snerta vatn og vatnsgæði. Fluttir verða níu fyrirlestrar og tíu veggspjöld kynnt. Sagt verður frá niðurstöðum efnamælinga í vatnsveitum, sjúkdómsvaldandi örverum í grunnvatni og aðgerðum til verndar neysluvatni. Fjallað verður um reglulegar mælingar í ám, vötnum og strandsjó, þ.m.t. sérstakar áherslur á gerla og saurmengun í yfirborðsvatni við þéttbýlisstaði á Suður- og Suðvesturlandi og náttúrulegum baðstöðum. Flutt verða erindi um útskolun efna, annars vegar frá landbúnaðar- og hins vegar skógræktarsvæði. Gerð er grein fyrir kvikasilfri í urriða og þungmálmum og þrávirkum efnum í kræklingi hér við land. Einnig er sagt frá lyfjaleifum í skólpi. Lög um stjórn vatnamála voru samþykkt á Alþingi árið 2011. Markmið þeirra er að tryggja verndun vatns og gæði þess til framtíðar. Að því verkefni þurfa margir aðilar að koma og vinna saman, s.s. stjórnvöld, fyrirtæki, vísindamenn og almenningur. Þekking á stöðu mála og skilningur á orsökum og afleiðingum álagsþátta, s.s. efnamengunar, er mjög mikilvæg forsenda verndunar. Ein leið til að greina efnamengun er að kortleggja íbúadreifingu og athafnir manna og leggja mat á losun úrgangsefna. Önnur leið er að kanna með beinum mælingum ástand umhverfisins. Efnamengun er aðeins ein gerð álags. Ýmsar athafnir manna sem valda breytingum í rennsli, hafa áhrif á vatnsmagn og breyta samfellu stranda og farvega skapa líka álag sem getur haft áhrif á ástand vistkerfa. Fráfarandi forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði stundum frá fyrstu ferð sinni til Íslands þar sem markmiðið var m.a. að hvetja Íslendinga til að auka reglulegar mælingar og miðla gögnum um ástand vatns á Íslandi vegna alþjóðlegs samstarfs. Forstjórinn sagðist, þegar hún bar upp erindið, hafa verið leidd að laxveiðiá í miðri Reykjavík og tjáð að vatn væri svo hreint á Íslandi að óhætt væri að drekka það úr ám og lækjum. Sem betur fer beitum við í dag öruggari aðferðum við mat á ástandi vatns og reglubundnar mælingar eru gerðar bæði á neysluvatni og í ám og vötnum. Enn fremur er innan vísindasamfélagsins mikil þekking um ástand vatns. Það er því ekki lengur vandamál að veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála. Ráðstefnan er öllum opin enda vatn auðlind sem varðar okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Dagur vatnsins er haldinn 22. mars ár hvert til að minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar og varðveislu vatnsgæða. Hann er einnig til áminningar um hversu misskipt aðgengi mannkynsins er að vatni. Þema ársins í ár hjá Sameinuðu þjóðunum er „samvinna um vatn“. Með samvinnu er auðveldara að ná fram markmiðum. Í anda samvinnu munu umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fimm stofnanir ríkisins og Háskóli Íslands halda ráðstefnu um vatn og vatnsgæði á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól, í dag, á degi vatnsins. Forstjóri Umhverfisstofnunar mun setja ráðstefnuna kl. 13.00 og henni lýkur kl. 17.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytt svið sem snerta vatn og vatnsgæði. Fluttir verða níu fyrirlestrar og tíu veggspjöld kynnt. Sagt verður frá niðurstöðum efnamælinga í vatnsveitum, sjúkdómsvaldandi örverum í grunnvatni og aðgerðum til verndar neysluvatni. Fjallað verður um reglulegar mælingar í ám, vötnum og strandsjó, þ.m.t. sérstakar áherslur á gerla og saurmengun í yfirborðsvatni við þéttbýlisstaði á Suður- og Suðvesturlandi og náttúrulegum baðstöðum. Flutt verða erindi um útskolun efna, annars vegar frá landbúnaðar- og hins vegar skógræktarsvæði. Gerð er grein fyrir kvikasilfri í urriða og þungmálmum og þrávirkum efnum í kræklingi hér við land. Einnig er sagt frá lyfjaleifum í skólpi. Lög um stjórn vatnamála voru samþykkt á Alþingi árið 2011. Markmið þeirra er að tryggja verndun vatns og gæði þess til framtíðar. Að því verkefni þurfa margir aðilar að koma og vinna saman, s.s. stjórnvöld, fyrirtæki, vísindamenn og almenningur. Þekking á stöðu mála og skilningur á orsökum og afleiðingum álagsþátta, s.s. efnamengunar, er mjög mikilvæg forsenda verndunar. Ein leið til að greina efnamengun er að kortleggja íbúadreifingu og athafnir manna og leggja mat á losun úrgangsefna. Önnur leið er að kanna með beinum mælingum ástand umhverfisins. Efnamengun er aðeins ein gerð álags. Ýmsar athafnir manna sem valda breytingum í rennsli, hafa áhrif á vatnsmagn og breyta samfellu stranda og farvega skapa líka álag sem getur haft áhrif á ástand vistkerfa. Fráfarandi forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði stundum frá fyrstu ferð sinni til Íslands þar sem markmiðið var m.a. að hvetja Íslendinga til að auka reglulegar mælingar og miðla gögnum um ástand vatns á Íslandi vegna alþjóðlegs samstarfs. Forstjórinn sagðist, þegar hún bar upp erindið, hafa verið leidd að laxveiðiá í miðri Reykjavík og tjáð að vatn væri svo hreint á Íslandi að óhætt væri að drekka það úr ám og lækjum. Sem betur fer beitum við í dag öruggari aðferðum við mat á ástandi vatns og reglubundnar mælingar eru gerðar bæði á neysluvatni og í ám og vötnum. Enn fremur er innan vísindasamfélagsins mikil þekking um ástand vatns. Það er því ekki lengur vandamál að veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála. Ráðstefnan er öllum opin enda vatn auðlind sem varðar okkur öll.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun