Segjast knúnir í þrot vegna ólöglegra lána Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2013 07:00 Bankar halda í fjölda tilvika til streitu kröfum í þrotabú fyrirtækja vegna gengisbundinna lána án þess að laga þær til samræmis við fallna dóma.Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi eigendur fjögurra gjaldþrota fyrirtækja úr ólíkum geirum ætla að leita réttar síns gagnvart Landsbankanum og Arion banka eftir að fyrirtæki þeirra voru knúin í þrot á grundvelli gengisbundinna lána sem síðar voru dæmd ólögleg. Bankarnir tveir hafa ekki leiðrétt kröfur sínar í þrotabú fyrirtækjanna í samræmi við fallna dóma um gengisbundin lán. Málin eru misstór en stærst er mál sjávarútvegsfyrirtækis með gengisbundið lán upp á 6,9 milljarða króna. Sé lánið reiknað upp í samræmi við fallna dóma Hæstaréttar ætti krafan að hljóða upp á 3 milljarða króna. Næststærst er mál iðnfyrirtækis þar sem banki krafðist 1,2 milljarða króna en endurreiknað lán ætti að hljóða upp á 420 milljónir. Þá var fasteignafyrirtæki knúið í þrot á grundvelli 660 milljóna króna kröfu og vélasala vegna 103 milljóna króna gengisbundins láns. Í öllum þessum tilvikum telja fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna að þau hefðu getað staðið undir leiðréttri skuld. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður segir undirbúning bótakrafna mislangt kominn. „Staðan hefur verið mjög erfið fyrir þessa aðila en nú eru sumir að ná vopnum sínum á ný," segir hann og telur að sambærileg mál séu mörg. „Ein ástæða þess að þessi mál eru að dúkka aftur upp núna er af því að bankarnir lýsa óleiðréttum kröfum í þrotabú, í stað þess að endurreikna kröfurnar. Þar með eru bankarnir að öllum líkindum að ganga á rétt annarra kröfuhafa enda gera þeir vísvitandi kröfu um meiri greiðslur úr búinu en þeir eiga í raun rétt til." Í tilvikum þar sem búið er að gera upp þrotabú og greiða bönkunum óleiðrétt lán telur Páll Rúnar aðra kröfuhafa eiga skaðabótarétt. Mikilvægt sé því að stórir kröfuhafar, svo sem lífeyrissjóðir, skoði rétt sinn gagnvart bönkunum sem kunni að hafa haft meira út úr mörgum gjaldþrotaskiptum en þeir hafi átt rétt á. „Hafið er yfir allan vafa að þarna eiga margir, hluthafar sem fyrirtæki, bótarétt sem nauðsynlegt er að sækja," segir Páll Rúnar. „Þarna hafa frumkvöðlar glatað ævistarfi sínu, starfsmenn atvinnu sinni og samfélagið í heild glatað þeim jákvæðu kröftum sem felast í vel reknum fyrirtækjum." Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Fyrrverandi eigendur fjögurra gjaldþrota fyrirtækja úr ólíkum geirum ætla að leita réttar síns gagnvart Landsbankanum og Arion banka eftir að fyrirtæki þeirra voru knúin í þrot á grundvelli gengisbundinna lána sem síðar voru dæmd ólögleg. Bankarnir tveir hafa ekki leiðrétt kröfur sínar í þrotabú fyrirtækjanna í samræmi við fallna dóma um gengisbundin lán. Málin eru misstór en stærst er mál sjávarútvegsfyrirtækis með gengisbundið lán upp á 6,9 milljarða króna. Sé lánið reiknað upp í samræmi við fallna dóma Hæstaréttar ætti krafan að hljóða upp á 3 milljarða króna. Næststærst er mál iðnfyrirtækis þar sem banki krafðist 1,2 milljarða króna en endurreiknað lán ætti að hljóða upp á 420 milljónir. Þá var fasteignafyrirtæki knúið í þrot á grundvelli 660 milljóna króna kröfu og vélasala vegna 103 milljóna króna gengisbundins láns. Í öllum þessum tilvikum telja fyrrverandi eigendur fyrirtækjanna að þau hefðu getað staðið undir leiðréttri skuld. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður segir undirbúning bótakrafna mislangt kominn. „Staðan hefur verið mjög erfið fyrir þessa aðila en nú eru sumir að ná vopnum sínum á ný," segir hann og telur að sambærileg mál séu mörg. „Ein ástæða þess að þessi mál eru að dúkka aftur upp núna er af því að bankarnir lýsa óleiðréttum kröfum í þrotabú, í stað þess að endurreikna kröfurnar. Þar með eru bankarnir að öllum líkindum að ganga á rétt annarra kröfuhafa enda gera þeir vísvitandi kröfu um meiri greiðslur úr búinu en þeir eiga í raun rétt til." Í tilvikum þar sem búið er að gera upp þrotabú og greiða bönkunum óleiðrétt lán telur Páll Rúnar aðra kröfuhafa eiga skaðabótarétt. Mikilvægt sé því að stórir kröfuhafar, svo sem lífeyrissjóðir, skoði rétt sinn gagnvart bönkunum sem kunni að hafa haft meira út úr mörgum gjaldþrotaskiptum en þeir hafi átt rétt á. „Hafið er yfir allan vafa að þarna eiga margir, hluthafar sem fyrirtæki, bótarétt sem nauðsynlegt er að sækja," segir Páll Rúnar. „Þarna hafa frumkvöðlar glatað ævistarfi sínu, starfsmenn atvinnu sinni og samfélagið í heild glatað þeim jákvæðu kröftum sem felast í vel reknum fyrirtækjum."
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira