Tómstundafræði Anna Karen Ingibjargardóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Flestir á mínum aldri muna eftir því að hafa byrjað að vinna snemma t.d. við að passa börn eða í sveit, ég man vel eftir því að hafa hjálpað afa í heyskap og þá voru engar rúllur, bara baggar og maður gekk á eftir kerrunni og henti böggunum upp á og þegar ég var 15 ára vann ég í smá tíma í síld með skólanum. Hver man líka ekki eftir því að þurfa að hjálpa foreldrum sínum að þrífa og hvað þá að vaska upp því það voru engar uppþvottavélar en það sem mann langaði að gera var að hanga með jafnöldrum sínum en það var ekki í boði fyrr en öll verkefni voru búin. Sumt af því sem maður þurfti að gera fannst manni leiðinlegt en annað var skemmtilegt, samt hafði þetta allt mikla þýðingu fyrir mann. Maður lærði að taka ábyrgð, sýna sjálfstæði, taka sjálfstæðar ákvarðanir, félagsfærni, sýna öðrum virðingu og margt fleira sem styrkti mann sem persónu. En tímarnir hafa breyst, í dag fara fá börn í sveit, það er ekki eins mikið um pössun og ég veit ekki hvernig það er með heimilisþrifin hjá öðrum en ég persónulega er alltof léleg að láta mín börn hjálpa til heima. Svo hvar eru börnin að fá tækifæri til að taka ábyrgð, efla sjálfstæðið, sýna frumkvæði og efla félagsfærnina? En eins og ég sagði, tímarnir breytast og samfélagið með, þó unga kynslóðin sé ekki að stafla böggum, pækla síld eða skipta um bleiur þá er hún að vinna að öðruvísi verkefnum og taka þátt í öðruvísi starfi. Það sem stendur unglingum til boða í dag er til dæmis að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva sem eru með frítímastarf fyrir 13 til 16 ára unglinga. Þar fer fram mikið og fjölbreytt starf og geta unglingarnir komið á eigin forsendum og tekið þátt í því sem þeir hafa áhuga á. Þeir sem hafa áhuga geta boðið sig fram í unglingaráð sem er hluti af unglingalýðræði, hlutverk unglingaráðsins er að skipuleggja dagskrá félagsmiðstöðvarinnar, virkja aðra unglinga til að taka þátt í starfi staðarins, o.fl. Ef þetta er ekki það sem einhver vill vera þátttakandi í þá er margt annað í boði eins og að skipuleggja og halda viðburði í samvinnu með jafnöldrum sínum eða starfsfólkinu, taka þátt í hópastarfi, spila, hlusta á tónlist eða spjalla við starfsfólkið en þetta er bara brot af því sem er í boði á flestum félagsmiðstöðvum. Þannig að unglingarnir okkar eru að læra að verða sjálfstæðir, taka ábyrgð, sýna öðrum virðingu og efla félagsfærnina en þeir eru bara að því á allt öðrum vettvangi en við gerðum. Svo það má ekki vanmeta starf félagsmiðstöðvanna, þó að þar virðist bara fara fram leikur og skemmtun þá eru þetta leikir og skemmtun sem tómstundafræðingar eru búnir að skipuleggja á þann hátt sem þeir kunna best til að unglingarnir læri alltaf eitthvað af því sem þeir taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flestir á mínum aldri muna eftir því að hafa byrjað að vinna snemma t.d. við að passa börn eða í sveit, ég man vel eftir því að hafa hjálpað afa í heyskap og þá voru engar rúllur, bara baggar og maður gekk á eftir kerrunni og henti böggunum upp á og þegar ég var 15 ára vann ég í smá tíma í síld með skólanum. Hver man líka ekki eftir því að þurfa að hjálpa foreldrum sínum að þrífa og hvað þá að vaska upp því það voru engar uppþvottavélar en það sem mann langaði að gera var að hanga með jafnöldrum sínum en það var ekki í boði fyrr en öll verkefni voru búin. Sumt af því sem maður þurfti að gera fannst manni leiðinlegt en annað var skemmtilegt, samt hafði þetta allt mikla þýðingu fyrir mann. Maður lærði að taka ábyrgð, sýna sjálfstæði, taka sjálfstæðar ákvarðanir, félagsfærni, sýna öðrum virðingu og margt fleira sem styrkti mann sem persónu. En tímarnir hafa breyst, í dag fara fá börn í sveit, það er ekki eins mikið um pössun og ég veit ekki hvernig það er með heimilisþrifin hjá öðrum en ég persónulega er alltof léleg að láta mín börn hjálpa til heima. Svo hvar eru börnin að fá tækifæri til að taka ábyrgð, efla sjálfstæðið, sýna frumkvæði og efla félagsfærnina? En eins og ég sagði, tímarnir breytast og samfélagið með, þó unga kynslóðin sé ekki að stafla böggum, pækla síld eða skipta um bleiur þá er hún að vinna að öðruvísi verkefnum og taka þátt í öðruvísi starfi. Það sem stendur unglingum til boða í dag er til dæmis að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva sem eru með frítímastarf fyrir 13 til 16 ára unglinga. Þar fer fram mikið og fjölbreytt starf og geta unglingarnir komið á eigin forsendum og tekið þátt í því sem þeir hafa áhuga á. Þeir sem hafa áhuga geta boðið sig fram í unglingaráð sem er hluti af unglingalýðræði, hlutverk unglingaráðsins er að skipuleggja dagskrá félagsmiðstöðvarinnar, virkja aðra unglinga til að taka þátt í starfi staðarins, o.fl. Ef þetta er ekki það sem einhver vill vera þátttakandi í þá er margt annað í boði eins og að skipuleggja og halda viðburði í samvinnu með jafnöldrum sínum eða starfsfólkinu, taka þátt í hópastarfi, spila, hlusta á tónlist eða spjalla við starfsfólkið en þetta er bara brot af því sem er í boði á flestum félagsmiðstöðvum. Þannig að unglingarnir okkar eru að læra að verða sjálfstæðir, taka ábyrgð, sýna öðrum virðingu og efla félagsfærnina en þeir eru bara að því á allt öðrum vettvangi en við gerðum. Svo það má ekki vanmeta starf félagsmiðstöðvanna, þó að þar virðist bara fara fram leikur og skemmtun þá eru þetta leikir og skemmtun sem tómstundafræðingar eru búnir að skipuleggja á þann hátt sem þeir kunna best til að unglingarnir læri alltaf eitthvað af því sem þeir taka þátt í.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun