Stefán Einar Stefánsson sem formaður VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Undirritaður hefur verið félagi í VR frá árinu 1980 eða í rúm þrjátíu ár og starfað í trúnaðarráði VR í mörg ár og tekið þátt í félagsstarfi og verið duglegur að mæta á félags- og aðalfundi. Fyrir tveim árum bauð sig fram til formennsku í félaginu mínu ungur maður að nafni Stefán Einar Stefánsson. Á þeim tíma hafði geysað töluverður stormur um félagið og virtist stjórn félagsins ekki hafa nokkra stjórn á félaginu heldur var hver höndin upp á móti annarri og einu fréttirnar sem komu frá félaginu voru á neikvæðum nótum. Starf félagsins var því meira og minna í molum og virtist á stundum sem einu samskipti stjórnarmanna væru í gegnum fjölmiðla. Það var því ljóst að nýs formanns biði ærinn starfi við að byggja upp orðspor og traust á félaginu sem því miður hafði beðið töluverðan hnekki og ná að beina starfi félagsins aftur í þann farveg að þjóna félagsmönnum og vinna að hagsmunum þeirra. Fyrir tveim árum voru sjö frambjóðendur til formanns og því úr miklu að velja fyrir okkur félagsmenn. Ég kynnti mér alla frambjóðendurna eftir bestu getu og ákvað svo að kjósa Stefán Einar og svo fór að hann náði kjöri. Það skal viðurkennt hér að nokkurs efa gætti þó hjá mér varðandi það hvort Stefán Einar stæði undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar sem formanns og horfði ég þá helst til þess hversu ungur hann var. En skemmst er frá því að segja að Stefán Einar hefur algerlega staðið undir væntingum mínum þau tvö ár sem hann hefur gengt formennskunni. Stöðugleiki hefur skapast í félaginu og samkvæmt könnunum er félagið á réttri leið með að ná aftur því trausti sem það áður hafði og er því nauðsynlegt, unnið hefur verið að skipulagsbreytingum á skrifstofu félagsins sem leitt hafa til rekstrarsparnaðar, félagið hefur tekið yfir þjónustu við atvinnuleitandi félagsmenn sem áður var í höndum Vinnumálastofnunar, jafnlaunavottun hefur verið komið á laggirnar svo fátt eitt sé nefnt af því góða sem gert hefur verið. Þá hefur Stefán Einar lagt áherslu á það að virkja okkur sem sitjum í trúnaðarráðinu og verið duglegur að kalla okkur saman til skrafs og ráðagerða og fullyrði ég að trúnaðarráðið hefur aldrei verið jafnvirkt og í tíð Stefáns Einars. Tvö ár eru ekki langur tími en þó hefur margt áunnist og VR hefur náð langt í því að verða aftur það öfluga stéttarfélag sem það áður var. Til að tryggja áframhaldandi uppbyggingarstarf og stöðugleika í félaginu vil ég hvetja alla félagsmenn að nýta kosningarétt sinn og kjósa Stefán Einar til að leiða það starf áfram næstu tvö árin. Hann hefur sýnt það og sannað að honum mun farast það vel úr hendi ásamt því einvala starfsliði sem starfar á skrifstofu VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur verið félagi í VR frá árinu 1980 eða í rúm þrjátíu ár og starfað í trúnaðarráði VR í mörg ár og tekið þátt í félagsstarfi og verið duglegur að mæta á félags- og aðalfundi. Fyrir tveim árum bauð sig fram til formennsku í félaginu mínu ungur maður að nafni Stefán Einar Stefánsson. Á þeim tíma hafði geysað töluverður stormur um félagið og virtist stjórn félagsins ekki hafa nokkra stjórn á félaginu heldur var hver höndin upp á móti annarri og einu fréttirnar sem komu frá félaginu voru á neikvæðum nótum. Starf félagsins var því meira og minna í molum og virtist á stundum sem einu samskipti stjórnarmanna væru í gegnum fjölmiðla. Það var því ljóst að nýs formanns biði ærinn starfi við að byggja upp orðspor og traust á félaginu sem því miður hafði beðið töluverðan hnekki og ná að beina starfi félagsins aftur í þann farveg að þjóna félagsmönnum og vinna að hagsmunum þeirra. Fyrir tveim árum voru sjö frambjóðendur til formanns og því úr miklu að velja fyrir okkur félagsmenn. Ég kynnti mér alla frambjóðendurna eftir bestu getu og ákvað svo að kjósa Stefán Einar og svo fór að hann náði kjöri. Það skal viðurkennt hér að nokkurs efa gætti þó hjá mér varðandi það hvort Stefán Einar stæði undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar sem formanns og horfði ég þá helst til þess hversu ungur hann var. En skemmst er frá því að segja að Stefán Einar hefur algerlega staðið undir væntingum mínum þau tvö ár sem hann hefur gengt formennskunni. Stöðugleiki hefur skapast í félaginu og samkvæmt könnunum er félagið á réttri leið með að ná aftur því trausti sem það áður hafði og er því nauðsynlegt, unnið hefur verið að skipulagsbreytingum á skrifstofu félagsins sem leitt hafa til rekstrarsparnaðar, félagið hefur tekið yfir þjónustu við atvinnuleitandi félagsmenn sem áður var í höndum Vinnumálastofnunar, jafnlaunavottun hefur verið komið á laggirnar svo fátt eitt sé nefnt af því góða sem gert hefur verið. Þá hefur Stefán Einar lagt áherslu á það að virkja okkur sem sitjum í trúnaðarráðinu og verið duglegur að kalla okkur saman til skrafs og ráðagerða og fullyrði ég að trúnaðarráðið hefur aldrei verið jafnvirkt og í tíð Stefáns Einars. Tvö ár eru ekki langur tími en þó hefur margt áunnist og VR hefur náð langt í því að verða aftur það öfluga stéttarfélag sem það áður var. Til að tryggja áframhaldandi uppbyggingarstarf og stöðugleika í félaginu vil ég hvetja alla félagsmenn að nýta kosningarétt sinn og kjósa Stefán Einar til að leiða það starf áfram næstu tvö árin. Hann hefur sýnt það og sannað að honum mun farast það vel úr hendi ásamt því einvala starfsliði sem starfar á skrifstofu VR.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar