Enginn ætti að búa við fátækt Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Skýrsla um fátækt var kynnt fyrir fulltrúum stjórnmálaflokkana á dögunum. Skýrslan sem kom út í október sl. er afrakstur samstarfshóps á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um enn betra samfélag. Að gerð skýrslunnar kom breiður hópur fólks og voru þátttakendur í verkefninu fulltrúar ýmissa stofnana, félaga- og mannúðarsamtaka ásamt notendum velferðarþjónustunnar.8.800 börn búa við fátækt Í skýrslunni kemur m.a. fram að um 40.000 landsmanna voru undir lágtekjumörkum, eða í hættu á félagslegri einangrun, árið 2011. Til að falla í þennan hóp þurfa einstaklingar að vera undir lágtekjumörkum, búa við verulegan skort á efnislegum gæðum eða búa á heimilum þar sem atvinnuþátttaka er mjög lítil. Lágtekjumörk voru 153.600 krónur í ráðastöfunartekjur fyrir einstakling sem bjó einn árið 2011. Hagstofan hefur áætlað að um 27.700 manns séu undir lágtekjumörkum og búi við fátækt og þar af séu um 8.800 börn. Rannsóknir hafa líka varpað skýru ljósi á kjör öryrkja og þá fjárhagslegu erfiðleika sem margir þeirra glíma við til lengri tíma og þau áhrif sem fátækt hefur á þá og fjölskyldur þeirra. Lágmarksframfærsluviðmið undir fátæktarmörkum Á yfirstandandi kjörtímabili gaf velferðarráðherra út lágmarksframfærsluviðmið. Það vekur athygli að lágmarksframfærsluviðmið velferðarráðherra, 127.700 krónur fyrir barnlausan einstakling, er langt undir fátæktarmörkum. Það er til skammar.Hægri - Vinstri Hugmyndafræði markaðshyggjunnar sem hefur tröllriðið hinum Vestræna heimi og við fengum að prófa hana í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sem leiddi þjóðina í kreppu. Kreppan hefur leitt marga í gildru fátæktar. Við það verður ekki unað lengur. Við höfum fengið að kynnast hugmyndafræði hreinnar vinstristjórnar síðustu 4 ár í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Vinstri Grænna sem ekkert hafa aðhafst til að sporna við hækkunum sem skella á heimilunum. Verðtryggðu lánin hækka stöðugt og engin viðbrögð eru gegn verðtryggingu þeirra. Áherslan er á ríkisforsjá og öflugt bótakerfi. Fullfrískt fólk á besta aldri þarf nú að leita í það til að standa undir lágmarkslífskjörum. Við það verður heldur ekki lengur unað. Hugmyndafræði fjórflokkanna er komin í þrot. Það eiga allir rétt á a.m.k. lágmarkslífskjörum og að lifa með reisn.Réttlæti, sanngirni, lýðræði Dögun er nýtt stjórnmálafl sem býður nú fram í fyrsta skipti undir kjörorðunum réttlæti, sanngirni og lýðræði. Dögun er svar við kalli þjóðarinnar um gagngerar breytingar á íslensku samfélagi. Í stefnu Dögunar eru samþykktar öflugar aðgerðir í þágu heimilanna. Við viljum leysa skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Við viljum líka tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarksframfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir. Stefnu Dögunar er hægt að skoða betur á heimasíðu samtakanna: www.xT.is.Dögun er svarið Opinber framfærsla og lægstu launataxtar verkalýðsfélaga eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Við viljum að lagt verði mat á hvort ástæða sé til að endurskoða viðmið ráðuneytisins og þá aðferðafræði sem notast er við til útreikninga. Þar ber að horfa til leiða sem miða að því að áætla eðlilega framfærslu fyrirfram, annað hvort af hópi sérfræðinga eða af nefnd sem skipuð er almenningi, til að tryggja að viðmiðið endurspegli ekki undirliggjandi samfélagslegan mismun. Það þarf að tryggja raunhæf lágmarksframfærsluviðmið og setja gólf á þau.Mannréttindi Það eru mannréttindi að geta séð sjálfum sér farborða og vera ekki á framfæri annarra. Bótakerfið á að vera öflugt en það á aðeins að vera fyrir þjóðfélagsþegana sem geta ekki séð sér farborða vegna veikinda en ekki fyrir fullfrískt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skýrsla um fátækt var kynnt fyrir fulltrúum stjórnmálaflokkana á dögunum. Skýrslan sem kom út í október sl. er afrakstur samstarfshóps á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um enn betra samfélag. Að gerð skýrslunnar kom breiður hópur fólks og voru þátttakendur í verkefninu fulltrúar ýmissa stofnana, félaga- og mannúðarsamtaka ásamt notendum velferðarþjónustunnar.8.800 börn búa við fátækt Í skýrslunni kemur m.a. fram að um 40.000 landsmanna voru undir lágtekjumörkum, eða í hættu á félagslegri einangrun, árið 2011. Til að falla í þennan hóp þurfa einstaklingar að vera undir lágtekjumörkum, búa við verulegan skort á efnislegum gæðum eða búa á heimilum þar sem atvinnuþátttaka er mjög lítil. Lágtekjumörk voru 153.600 krónur í ráðastöfunartekjur fyrir einstakling sem bjó einn árið 2011. Hagstofan hefur áætlað að um 27.700 manns séu undir lágtekjumörkum og búi við fátækt og þar af séu um 8.800 börn. Rannsóknir hafa líka varpað skýru ljósi á kjör öryrkja og þá fjárhagslegu erfiðleika sem margir þeirra glíma við til lengri tíma og þau áhrif sem fátækt hefur á þá og fjölskyldur þeirra. Lágmarksframfærsluviðmið undir fátæktarmörkum Á yfirstandandi kjörtímabili gaf velferðarráðherra út lágmarksframfærsluviðmið. Það vekur athygli að lágmarksframfærsluviðmið velferðarráðherra, 127.700 krónur fyrir barnlausan einstakling, er langt undir fátæktarmörkum. Það er til skammar.Hægri - Vinstri Hugmyndafræði markaðshyggjunnar sem hefur tröllriðið hinum Vestræna heimi og við fengum að prófa hana í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sem leiddi þjóðina í kreppu. Kreppan hefur leitt marga í gildru fátæktar. Við það verður ekki unað lengur. Við höfum fengið að kynnast hugmyndafræði hreinnar vinstristjórnar síðustu 4 ár í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Vinstri Grænna sem ekkert hafa aðhafst til að sporna við hækkunum sem skella á heimilunum. Verðtryggðu lánin hækka stöðugt og engin viðbrögð eru gegn verðtryggingu þeirra. Áherslan er á ríkisforsjá og öflugt bótakerfi. Fullfrískt fólk á besta aldri þarf nú að leita í það til að standa undir lágmarkslífskjörum. Við það verður heldur ekki lengur unað. Hugmyndafræði fjórflokkanna er komin í þrot. Það eiga allir rétt á a.m.k. lágmarkslífskjörum og að lifa með reisn.Réttlæti, sanngirni, lýðræði Dögun er nýtt stjórnmálafl sem býður nú fram í fyrsta skipti undir kjörorðunum réttlæti, sanngirni og lýðræði. Dögun er svar við kalli þjóðarinnar um gagngerar breytingar á íslensku samfélagi. Í stefnu Dögunar eru samþykktar öflugar aðgerðir í þágu heimilanna. Við viljum leysa skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Við viljum líka tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarksframfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir. Stefnu Dögunar er hægt að skoða betur á heimasíðu samtakanna: www.xT.is.Dögun er svarið Opinber framfærsla og lægstu launataxtar verkalýðsfélaga eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Við viljum að lagt verði mat á hvort ástæða sé til að endurskoða viðmið ráðuneytisins og þá aðferðafræði sem notast er við til útreikninga. Þar ber að horfa til leiða sem miða að því að áætla eðlilega framfærslu fyrirfram, annað hvort af hópi sérfræðinga eða af nefnd sem skipuð er almenningi, til að tryggja að viðmiðið endurspegli ekki undirliggjandi samfélagslegan mismun. Það þarf að tryggja raunhæf lágmarksframfærsluviðmið og setja gólf á þau.Mannréttindi Það eru mannréttindi að geta séð sjálfum sér farborða og vera ekki á framfæri annarra. Bótakerfið á að vera öflugt en það á aðeins að vera fyrir þjóðfélagsþegana sem geta ekki séð sér farborða vegna veikinda en ekki fyrir fullfrískt fólk.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun