Rétt kona á réttum tíma Jón Hrafn Guðjónsson skrifar 12. mars 2013 06:00 Nú er lag ágætu VR-félagar! Það eru kosningar í stéttarfélaginu okkar. Við eigum þess kost þessa dagana að leggja atkvæði okkar á vogarskálarnar og þar með hafa áhrif á hver leiðir kjarabaráttu okkar næstu árin. Það er mitt mat að sitjandi formaður sé ekki sá leiðtogi sem VR þarf á að halda. Hvers vegna? spyr einhver. Fram undan eru erfiðir kjarasamningar og margt sem taka þarf á til að félagsmenn VR geti lifað mannsæmandi lífi. Þetta þrjátíu þúsund manna félag er skipað fólki sem vinnur ólík störf á ólíkum vinnustöðum. Þar koma upp mismunandi þarfir og sjónarmið sem nauðsynlegt er að sætta. VR þarf að sinna þörfum allra þessara hópa og bjóða upp á þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Það þarf að berjast fyrir félagsmenn sína af afli og atorku, veita persónulega þjónustu og síðast en ekki síst hlusta og greina hvað það er sem brennur helst á fólkinu hverju sinni. Sá órói sem hefur einkennt skrifstofu félagsins að undanförnu vekur áleitnar spurningar í mínum huga. Nokkrum starfsmönnum hefur verið sagt upp en mun fleiri hafa þó sjálfir sagt upp störfum og hrökklast burt frá félaginu eftir áralanga þjónustu í þágu félagsins. Það vekur furðu mína að fólk sem var ánægt í starfi og hafði árum saman unnið gott starf fyrir félagsmenn skuli nú kjósa að ganga á dyr og taka með sér ómetanlega þekkingu á högum og þörfum félagsmanna. Einnig finnst mér margt í háttalagi formanns benda til þess að hann setji sjálfan sig í öndvegi en ekki hag félagsins. Ekki eykur það trúverðugleika hans því formaður VR á að vera í senn baráttujaxl og sameiningartákn.Sterk kona með báða fætur á jörðinni VR þarfnast sterks leiðtoga með báða fætur á jörðinni sem hefur háð lífsbaráttuna á þann hátt sem flestir félagsmanna VR hafa gert. Það vill svo til að Ólafía B. Rafnsdóttir, sem nú býður sig fram á móti sitjandi formanni, er einmitt manneskja af þessu tagi. Kona sem hefur gríðarmikla reynslu af vinnumarkaði, m.a. margsinnis sem kosningastjóri og sem starfsmannastjóri 365 miðla um árabil auk þess að hafa sótt sér menntun á sviði mannauðs- og verkefnastjórnunar, sem að mínu mati kemur sér afar vel fyrir formann stéttarfélags. Þar að auki er hún vel kunnug VR, starfaði þar á árum áður við ýmis störf. Þá hefur hún verið virk í félagsmálum gegnum tíðina, t.d. sinnt jafnréttismálum ötullega. Þarna er því enginn nýgræðingur á ferð. Kjósum Ólafíu til formanns VR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag ágætu VR-félagar! Það eru kosningar í stéttarfélaginu okkar. Við eigum þess kost þessa dagana að leggja atkvæði okkar á vogarskálarnar og þar með hafa áhrif á hver leiðir kjarabaráttu okkar næstu árin. Það er mitt mat að sitjandi formaður sé ekki sá leiðtogi sem VR þarf á að halda. Hvers vegna? spyr einhver. Fram undan eru erfiðir kjarasamningar og margt sem taka þarf á til að félagsmenn VR geti lifað mannsæmandi lífi. Þetta þrjátíu þúsund manna félag er skipað fólki sem vinnur ólík störf á ólíkum vinnustöðum. Þar koma upp mismunandi þarfir og sjónarmið sem nauðsynlegt er að sætta. VR þarf að sinna þörfum allra þessara hópa og bjóða upp á þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Það þarf að berjast fyrir félagsmenn sína af afli og atorku, veita persónulega þjónustu og síðast en ekki síst hlusta og greina hvað það er sem brennur helst á fólkinu hverju sinni. Sá órói sem hefur einkennt skrifstofu félagsins að undanförnu vekur áleitnar spurningar í mínum huga. Nokkrum starfsmönnum hefur verið sagt upp en mun fleiri hafa þó sjálfir sagt upp störfum og hrökklast burt frá félaginu eftir áralanga þjónustu í þágu félagsins. Það vekur furðu mína að fólk sem var ánægt í starfi og hafði árum saman unnið gott starf fyrir félagsmenn skuli nú kjósa að ganga á dyr og taka með sér ómetanlega þekkingu á högum og þörfum félagsmanna. Einnig finnst mér margt í háttalagi formanns benda til þess að hann setji sjálfan sig í öndvegi en ekki hag félagsins. Ekki eykur það trúverðugleika hans því formaður VR á að vera í senn baráttujaxl og sameiningartákn.Sterk kona með báða fætur á jörðinni VR þarfnast sterks leiðtoga með báða fætur á jörðinni sem hefur háð lífsbaráttuna á þann hátt sem flestir félagsmanna VR hafa gert. Það vill svo til að Ólafía B. Rafnsdóttir, sem nú býður sig fram á móti sitjandi formanni, er einmitt manneskja af þessu tagi. Kona sem hefur gríðarmikla reynslu af vinnumarkaði, m.a. margsinnis sem kosningastjóri og sem starfsmannastjóri 365 miðla um árabil auk þess að hafa sótt sér menntun á sviði mannauðs- og verkefnastjórnunar, sem að mínu mati kemur sér afar vel fyrir formann stéttarfélags. Þar að auki er hún vel kunnug VR, starfaði þar á árum áður við ýmis störf. Þá hefur hún verið virk í félagsmálum gegnum tíðina, t.d. sinnt jafnréttismálum ötullega. Þarna er því enginn nýgræðingur á ferð. Kjósum Ólafíu til formanns VR!
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar