Gráa gullið á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Að meðaltali er fjórðungur atvinnuleitenda hérlendis 50 ára og eldri. Margt bendir til þess að þeir einstaklingar sem eru komnir yfir miðjan aldur og verða fyrir því að missa vinnuna eigi erfiðara en hinir sem yngri eru með að fá starf að nýju. Svo virðist vera sem langtímaatvinnuleysi hjá þeim sé meira en yngri hópum. Fljótlega eftir að VR hóf að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína í ágúst síðastliðnum urðu atvinnuráðgjafar félagsins varir við það viðhorf meðal atvinnuleitenda að það ?þýði ekki fyrir? fólk yfir fimmtugu að sækja um ákveðin störf þar sem það sé ekki með ?rétta? kennitölu. Það er því gjarnan upplifun þeirra að atvinnurekendur telji þá of gamla í starfið – það taki því jafnvel ekki að ráða þá og þjálfa upp. Margir lýsa þeirri sannfæringu sinni að umsóknir þeirra strandi á kennitölunni og þær séu ekki einu sinni skoðaðar. Þetta er viðhorf sem margir atvinnuleitendur á fyrrnefndu aldursskeiði hafa til atvinnuleitarinnar – að þeir fái ekki, vegna aldurs síns, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við yngri umsækjendur.Reynslan skiptir máli Því hefur lengi verið haldið fram að tengsl milli langtímaatvinnuleysis og lítillar formlegrar menntunar séu ótvíræð. Þegar þessi hópur er skoðaður er ekki endilega fylgni þar á milli. Til að mynda eru 406 atvinnulausir félagsmenn VR á aldrinum 50 til 70 ára. Þar af eru 86 þeirra með háskólapróf, 46 með löggilt iðnnám, 63 félagsmenn hafa lokið starfsnámi ýmiss konar, 160 með grunnskólapróf og 51 sem hefur lokið námi til stúdentsprófs. Þetta er því fjölbreyttur hópur sem gjarnan hefur mikla og fjölbreytta starfsreynslu að baki. Endurmenntun og margs konar símenntun er einnig orðin algengari en áður tíðkaðist og fjölmargir í þessum hópi hafa sótt ýmis námskeið eða lagt stund á nám sem gerir þá hæfari til þátttöku á vinnumarkaði. Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífsreynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem enginn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífið, ekki síður en samfélagið í víðari skilningi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að starfsmenn á þessu aldursbili eru að jafnaði tryggari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Þeir endast lengur í starfi hjá sama vinnuveitanda, eru með færri veikindadaga og hafa aðrar fjölskyldutengdar skyldur en þeir sem yngri eru. Það er á vissan hátt sérkennilegt að atvinnurekendur hafi ekki lært að meta þau verðmæti sem felast í aldri og reynslu. Jafnvel má halda því fram að í þeim efnum hafi okkur farið aftur á síðastliðnum áratugum. Það er þekkt staðreynd innan stjórnunarfræða að blönduðum vinnustöðum hvað kyn og aldur varðar vegnar að jafnaði betur en þeim sem byggja á einsleitum hópi starfsmanna. Það er því spurning hvort atvinnurekendur séu að nota rétta mælikvarða þegar þeir bera saman menntun og reynslu? Er reynslan of léttvæg fundin?Gull sem ekki glóir Þetta eru áleitnar spurningar sem við getum ekki hunsað. Sem samfélag höfum við ekki efni á að ganga fram hjá sterkum umsækjendum á grundvelli aldurs. Þeir sem eldri eru búa yfir gífurlegum verðmætum sem enginn atvinnurekandi ætti að líta fram hjá þegar verið er að velja nýjan starfskraft til fyrirtækis – verðmætin sem felast í ?gráa gullinu? ættu að vera öllum ljós. Þar er á ferðinni verðmætt gull, þó ekki glói á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Að meðaltali er fjórðungur atvinnuleitenda hérlendis 50 ára og eldri. Margt bendir til þess að þeir einstaklingar sem eru komnir yfir miðjan aldur og verða fyrir því að missa vinnuna eigi erfiðara en hinir sem yngri eru með að fá starf að nýju. Svo virðist vera sem langtímaatvinnuleysi hjá þeim sé meira en yngri hópum. Fljótlega eftir að VR hóf að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína í ágúst síðastliðnum urðu atvinnuráðgjafar félagsins varir við það viðhorf meðal atvinnuleitenda að það ?þýði ekki fyrir? fólk yfir fimmtugu að sækja um ákveðin störf þar sem það sé ekki með ?rétta? kennitölu. Það er því gjarnan upplifun þeirra að atvinnurekendur telji þá of gamla í starfið – það taki því jafnvel ekki að ráða þá og þjálfa upp. Margir lýsa þeirri sannfæringu sinni að umsóknir þeirra strandi á kennitölunni og þær séu ekki einu sinni skoðaðar. Þetta er viðhorf sem margir atvinnuleitendur á fyrrnefndu aldursskeiði hafa til atvinnuleitarinnar – að þeir fái ekki, vegna aldurs síns, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við yngri umsækjendur.Reynslan skiptir máli Því hefur lengi verið haldið fram að tengsl milli langtímaatvinnuleysis og lítillar formlegrar menntunar séu ótvíræð. Þegar þessi hópur er skoðaður er ekki endilega fylgni þar á milli. Til að mynda eru 406 atvinnulausir félagsmenn VR á aldrinum 50 til 70 ára. Þar af eru 86 þeirra með háskólapróf, 46 með löggilt iðnnám, 63 félagsmenn hafa lokið starfsnámi ýmiss konar, 160 með grunnskólapróf og 51 sem hefur lokið námi til stúdentsprófs. Þetta er því fjölbreyttur hópur sem gjarnan hefur mikla og fjölbreytta starfsreynslu að baki. Endurmenntun og margs konar símenntun er einnig orðin algengari en áður tíðkaðist og fjölmargir í þessum hópi hafa sótt ýmis námskeið eða lagt stund á nám sem gerir þá hæfari til þátttöku á vinnumarkaði. Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífsreynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem enginn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífið, ekki síður en samfélagið í víðari skilningi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að starfsmenn á þessu aldursbili eru að jafnaði tryggari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Þeir endast lengur í starfi hjá sama vinnuveitanda, eru með færri veikindadaga og hafa aðrar fjölskyldutengdar skyldur en þeir sem yngri eru. Það er á vissan hátt sérkennilegt að atvinnurekendur hafi ekki lært að meta þau verðmæti sem felast í aldri og reynslu. Jafnvel má halda því fram að í þeim efnum hafi okkur farið aftur á síðastliðnum áratugum. Það er þekkt staðreynd innan stjórnunarfræða að blönduðum vinnustöðum hvað kyn og aldur varðar vegnar að jafnaði betur en þeim sem byggja á einsleitum hópi starfsmanna. Það er því spurning hvort atvinnurekendur séu að nota rétta mælikvarða þegar þeir bera saman menntun og reynslu? Er reynslan of léttvæg fundin?Gull sem ekki glóir Þetta eru áleitnar spurningar sem við getum ekki hunsað. Sem samfélag höfum við ekki efni á að ganga fram hjá sterkum umsækjendum á grundvelli aldurs. Þeir sem eldri eru búa yfir gífurlegum verðmætum sem enginn atvinnurekandi ætti að líta fram hjá þegar verið er að velja nýjan starfskraft til fyrirtækis – verðmætin sem felast í ?gráa gullinu? ættu að vera öllum ljós. Þar er á ferðinni verðmætt gull, þó ekki glói á.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun