Menntun og Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi Guðlaug Kristjánsdóttir og formaður BHM skrifa 7. mars 2013 06:00 Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey&Company gaf út síðasta haust um hagvaxtarmöguleika Íslands er bent á að efla þurfi hinn alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, enda sé þar að finna mikla vaxtarmöguleika sem ekki eru háðir nýtingu náttúruauðlinda. Bent er á þörf fyrir tæknimenntun til að styrkja vinnumarkað, auk þess að minna á mikilvægi þess að menntakerfið taki í auknum mæli mið af þörfum atvinnulífsins, svo stuðla megi að öflugri uppbyggingu og langtímaáætlanagerð. Undanfarin ár hafa aðgerðir í vinnumarkaðsmálum öðru fremur einkennst af viðbrögðum við neyð sem kom til vegna hrunsins og alvarlegra áhrifa þess á hluta vinnumarkaðarins. Meðal þessara viðbragða var opnun menntatækifæra, eins og sjá má í átaksverkefnum á borð við Nám er vinnandi vegur sem velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa haft forgöngu um ásamt aðilum vinnumarkaðar. Allt ber þetta að sama brunni, að stærri hluti íslensks vinnumarkaðar muni búa yfir langskólamenntun, iðn- og tæknimenntun á komandi árum.Menntun og atvinnuleysi Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur ekki verið í brennidepli á Íslandi, meðal annars á þeim rökum að tíðni atvinnuleysis er minni eftir því sem menntun er meiri. Tölur um atvinnuleysi segja þó ekki alla söguna þegar þörf fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar er annars vegar. Samkvæmt skýrslu OECD „Education at a glance“ (2010) voru árið 2007 21% 25-29 ára íslenskra kvenna og 11% karla sem höfðu lokið háskólamenntun í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar, t.d. í skrifstofu- eða þjónustustörfum. Áhugavert verður að sjá þróun þessarar tölfræði eftir því sem háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgar. Menntun veitir forskot þegar sótt er um starf, hvort sem starfið krefst menntunar eður ei. Ef ekki er hugað að uppbyggingu starfa fyrir langskólagengna, er því hætt við að starfstækifæri þeirra sem ekki hafa menntun verði færri.Leiðarvísar Í nágrannalöndum okkar er farið að bera talsvert á því að nýútskrifað fólk úr háskólum fær ekki starf við hæfi innanlands og leitar því út fyrir landsteinana. Þetta á ekki hvað síst við um hinn alþjóðlega hluta atvinnulífsins, sem ekki er bundinn af landamærum eða staðbundnum náttúrulegum auðlindum. Í Danmörku hefur á undanförnum árum verið unnið að eflingu atvinnulífsins fyrir ungt háskólamenntað fólk undir formerkjum þess að tengja saman hefðbundnar atvinnugreinar og nýja þekkingu. Dönsk stjórnvöld hafa veitt litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að ráða til sín starfsfólk með menntun á grundvelli áætlana um útvíkkun og þróun starfseminnar. Verkefni þetta gengur undir nafninu Videnpiloterne (hér þýtt sem „Leiðarvísarnir“) og upplýsingar um það má meðal annars finna á vef danska menntamálaráðuneytisins. Verkefnið var afmarkað í tíma, en hefur verið endurtekið og þróað með góðum árangri. Athygli hefur vakið að þekking sú sem nýst hefur til að breikka grundvöll hefðbundinna fyrirtækja svo sem í iðnaði, hefur ekki bara verið af raunvísindalegum, markaðs- eða hagfræðilegum toga, heldur hafa hugvísindi og heimspeki meðal annars komið sterkt inn.Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi Hérlendis eru þegar til dæmi um nýtingu nýrrar þekkingar í hefðbundnum greinum, t.d. hvað varðar vinnslu hönnunar-, lækninga- og húðvara úr fiskafurðum. Eins eru þekktir svokallaðir klasar, t.d. á sviði sjávarútvegs og jarðvarma, þar sem fólk og fyrirtæki með ólíkan bakgrunn kemur saman til að skapa ný sóknarfæri. Vaxandi fyrirtæki með alþjóðlega skírskotun geta þannig byggt styrk sinn jafnt á reynslu rótgróinnar atvinnustarfsemi, nýrrar þekkingar og skapandi frumkvæðis. Ísland hefur sett sér það markmið að auka hlutdeild menntunar á vinnumarkaði. Fjöldi verkefna til að efla þekkingu vinnandi fólks stefnir að því marki. Fyrr en síðar þarf að fara að huga að því að hvetja til þess að störfum fyrir háskólamenntaða verði fjölgað með markvissum hætti. Slík uppbygging mun jafnframt gera íslensku atvinnulífi kleift að nýta sóknartækifæri á sviði alþjóðlegrar starfsemi og nýtingar þeirrar mikilvægu auðlindar sem við eigum og ekki er bundin við landamæri, sem er ungt vel menntað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey&Company gaf út síðasta haust um hagvaxtarmöguleika Íslands er bent á að efla þurfi hinn alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, enda sé þar að finna mikla vaxtarmöguleika sem ekki eru háðir nýtingu náttúruauðlinda. Bent er á þörf fyrir tæknimenntun til að styrkja vinnumarkað, auk þess að minna á mikilvægi þess að menntakerfið taki í auknum mæli mið af þörfum atvinnulífsins, svo stuðla megi að öflugri uppbyggingu og langtímaáætlanagerð. Undanfarin ár hafa aðgerðir í vinnumarkaðsmálum öðru fremur einkennst af viðbrögðum við neyð sem kom til vegna hrunsins og alvarlegra áhrifa þess á hluta vinnumarkaðarins. Meðal þessara viðbragða var opnun menntatækifæra, eins og sjá má í átaksverkefnum á borð við Nám er vinnandi vegur sem velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa haft forgöngu um ásamt aðilum vinnumarkaðar. Allt ber þetta að sama brunni, að stærri hluti íslensks vinnumarkaðar muni búa yfir langskólamenntun, iðn- og tæknimenntun á komandi árum.Menntun og atvinnuleysi Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur ekki verið í brennidepli á Íslandi, meðal annars á þeim rökum að tíðni atvinnuleysis er minni eftir því sem menntun er meiri. Tölur um atvinnuleysi segja þó ekki alla söguna þegar þörf fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar er annars vegar. Samkvæmt skýrslu OECD „Education at a glance“ (2010) voru árið 2007 21% 25-29 ára íslenskra kvenna og 11% karla sem höfðu lokið háskólamenntun í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar, t.d. í skrifstofu- eða þjónustustörfum. Áhugavert verður að sjá þróun þessarar tölfræði eftir því sem háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgar. Menntun veitir forskot þegar sótt er um starf, hvort sem starfið krefst menntunar eður ei. Ef ekki er hugað að uppbyggingu starfa fyrir langskólagengna, er því hætt við að starfstækifæri þeirra sem ekki hafa menntun verði færri.Leiðarvísar Í nágrannalöndum okkar er farið að bera talsvert á því að nýútskrifað fólk úr háskólum fær ekki starf við hæfi innanlands og leitar því út fyrir landsteinana. Þetta á ekki hvað síst við um hinn alþjóðlega hluta atvinnulífsins, sem ekki er bundinn af landamærum eða staðbundnum náttúrulegum auðlindum. Í Danmörku hefur á undanförnum árum verið unnið að eflingu atvinnulífsins fyrir ungt háskólamenntað fólk undir formerkjum þess að tengja saman hefðbundnar atvinnugreinar og nýja þekkingu. Dönsk stjórnvöld hafa veitt litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að ráða til sín starfsfólk með menntun á grundvelli áætlana um útvíkkun og þróun starfseminnar. Verkefni þetta gengur undir nafninu Videnpiloterne (hér þýtt sem „Leiðarvísarnir“) og upplýsingar um það má meðal annars finna á vef danska menntamálaráðuneytisins. Verkefnið var afmarkað í tíma, en hefur verið endurtekið og þróað með góðum árangri. Athygli hefur vakið að þekking sú sem nýst hefur til að breikka grundvöll hefðbundinna fyrirtækja svo sem í iðnaði, hefur ekki bara verið af raunvísindalegum, markaðs- eða hagfræðilegum toga, heldur hafa hugvísindi og heimspeki meðal annars komið sterkt inn.Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi Hérlendis eru þegar til dæmi um nýtingu nýrrar þekkingar í hefðbundnum greinum, t.d. hvað varðar vinnslu hönnunar-, lækninga- og húðvara úr fiskafurðum. Eins eru þekktir svokallaðir klasar, t.d. á sviði sjávarútvegs og jarðvarma, þar sem fólk og fyrirtæki með ólíkan bakgrunn kemur saman til að skapa ný sóknarfæri. Vaxandi fyrirtæki með alþjóðlega skírskotun geta þannig byggt styrk sinn jafnt á reynslu rótgróinnar atvinnustarfsemi, nýrrar þekkingar og skapandi frumkvæðis. Ísland hefur sett sér það markmið að auka hlutdeild menntunar á vinnumarkaði. Fjöldi verkefna til að efla þekkingu vinnandi fólks stefnir að því marki. Fyrr en síðar þarf að fara að huga að því að hvetja til þess að störfum fyrir háskólamenntaða verði fjölgað með markvissum hætti. Slík uppbygging mun jafnframt gera íslensku atvinnulífi kleift að nýta sóknartækifæri á sviði alþjóðlegrar starfsemi og nýtingar þeirrar mikilvægu auðlindar sem við eigum og ekki er bundin við landamæri, sem er ungt vel menntað fólk.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun