Ferðafrelsi – fyrir hverja? Úrsúla Jünemann skrifar 1. mars 2013 06:00 Undanfarið hefur hávær hópur verið með greinar og heilsíðuauglýsingar í blöðunum um að efna til mótmæla: Umhverfisráðherra vogar sér að skerða frelsi manna til ferðalaga. Þar komu alls konar rök fram sem má skoða nánar. Mikið er hamrað á því að fatlaðir einstaklingar og aldrað fólk komist ekki í óbyggðir sökum þess að það geti ekki gengið og borið farangurinn sinn. Þar af leiðandi þyrfti þetta fólk að nota farartæki af ýmsum gerðum. En þá spyr ég á móti: Var einhver að spá í fjölda fólks sem á ekki tól og tæki til að brölta um á hálendinu eins og þeim sýnist? Og kemst þar af leiðandi ekki á alla staði? Ég held að flestir þurfi yfirleitt að sætta sig við að komast ekki allt sem þá langar til. Hverjir geta svo sem farið upp á Hvannadalshnúk nema hraustustu menn? Nema Halldór Ásgrímsson sem hafði nóg milli handa á sínum tíma með tólum og tækjum.Ekki vorkunn Ég fagna því að loksins er verið að kortleggja hálendið okkar sem er einstætt á heimsvísu. Þar er einfaldlega ólíðandi að sjá ökuslóða hingað og þangað út um allt og hver ekur eins og honum sýnist undir forsendum frelsisins. Rökin um að menn mættu nú ekki fara lengur á svæði sem þeir eru vanir að heimsækja: „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir“ eru ekki mjög sannfærandi. Menn þurfa stundum að bregða út af gömlum vana: Fjölskyldur gætu einfaldlega gengið smá spöl í sinn berjamó eða fundið annað sem er nálægt viðurkenndum ökuslóðum. Og veiðimönnunum er ekki vorkunn: Þeir gætu tekið smá göngutúr í staðinn fyrir að geta veitt næstum því út úr bílnum sínum. Menn eru upp til hópa mjög íhaldssamir. Það sem þeir hafa alltaf gert eða máttu alltaf gera er þeim heilagt. En tímarnir breytast og við þurfum að læra upp á nýtt: Náttúran okkar er gersemi sem við þurfum að passa upp á. Miður finnst mér að hávær hópur sem hefur greinilega talsvert fjármagn milli handanna og getur splæst í heilsíðuauglýsingar trekk í trekk skuli reyna að valta yfir þá sem láta lítið fyrir sér fara en höfðu kannski líka einhvern málstað að vernda. Ég þarf að segja það að upplifun mín af óbyggðunum skerðist talsvert við það að heyra vélarhljóð, finna bensínstybbu og sjá slóðir út um allt. Góður punktur í þessum umræðum er að merkingum á vegum eru víða ábótavant. Þetta kemur sér verst fyrir erlenda ferðamenn sem koma sér oft í ógöngur sökum upplýsingarleysis. En fyrir heimamenn ætti þetta ekki að vera neinn vandi, sérlega þegar þessi kortagrunnur mun vera tilbúinn og allir ættu að geta séð hvar eru löglegar slóðir og hvar ekki. Í lokin langar mig að varpa fram einni spurningu fyrir allt þetta frelsiselskandi fólk sem er núna að mótmæla nýju náttúruverndarlögunum: Myndir þú fylgja merkingum sem segja greinilega að þessi slóð sé lokuð? Eða gefur þú skít í þetta og ekur hana samt af því að þú hefur alltaf gert það? Mýmörg dæmi sýna að menn aka slóðir þó að þeim hafi verið lokað greinilega, bæði með skiltum, stórum steinum, slám o.fl. Menn taka bara sveig í kringum slíkt og gera það sem þeim sýnist: Undir formerkjum frelsisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hávær hópur verið með greinar og heilsíðuauglýsingar í blöðunum um að efna til mótmæla: Umhverfisráðherra vogar sér að skerða frelsi manna til ferðalaga. Þar komu alls konar rök fram sem má skoða nánar. Mikið er hamrað á því að fatlaðir einstaklingar og aldrað fólk komist ekki í óbyggðir sökum þess að það geti ekki gengið og borið farangurinn sinn. Þar af leiðandi þyrfti þetta fólk að nota farartæki af ýmsum gerðum. En þá spyr ég á móti: Var einhver að spá í fjölda fólks sem á ekki tól og tæki til að brölta um á hálendinu eins og þeim sýnist? Og kemst þar af leiðandi ekki á alla staði? Ég held að flestir þurfi yfirleitt að sætta sig við að komast ekki allt sem þá langar til. Hverjir geta svo sem farið upp á Hvannadalshnúk nema hraustustu menn? Nema Halldór Ásgrímsson sem hafði nóg milli handa á sínum tíma með tólum og tækjum.Ekki vorkunn Ég fagna því að loksins er verið að kortleggja hálendið okkar sem er einstætt á heimsvísu. Þar er einfaldlega ólíðandi að sjá ökuslóða hingað og þangað út um allt og hver ekur eins og honum sýnist undir forsendum frelsisins. Rökin um að menn mættu nú ekki fara lengur á svæði sem þeir eru vanir að heimsækja: „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir“ eru ekki mjög sannfærandi. Menn þurfa stundum að bregða út af gömlum vana: Fjölskyldur gætu einfaldlega gengið smá spöl í sinn berjamó eða fundið annað sem er nálægt viðurkenndum ökuslóðum. Og veiðimönnunum er ekki vorkunn: Þeir gætu tekið smá göngutúr í staðinn fyrir að geta veitt næstum því út úr bílnum sínum. Menn eru upp til hópa mjög íhaldssamir. Það sem þeir hafa alltaf gert eða máttu alltaf gera er þeim heilagt. En tímarnir breytast og við þurfum að læra upp á nýtt: Náttúran okkar er gersemi sem við þurfum að passa upp á. Miður finnst mér að hávær hópur sem hefur greinilega talsvert fjármagn milli handanna og getur splæst í heilsíðuauglýsingar trekk í trekk skuli reyna að valta yfir þá sem láta lítið fyrir sér fara en höfðu kannski líka einhvern málstað að vernda. Ég þarf að segja það að upplifun mín af óbyggðunum skerðist talsvert við það að heyra vélarhljóð, finna bensínstybbu og sjá slóðir út um allt. Góður punktur í þessum umræðum er að merkingum á vegum eru víða ábótavant. Þetta kemur sér verst fyrir erlenda ferðamenn sem koma sér oft í ógöngur sökum upplýsingarleysis. En fyrir heimamenn ætti þetta ekki að vera neinn vandi, sérlega þegar þessi kortagrunnur mun vera tilbúinn og allir ættu að geta séð hvar eru löglegar slóðir og hvar ekki. Í lokin langar mig að varpa fram einni spurningu fyrir allt þetta frelsiselskandi fólk sem er núna að mótmæla nýju náttúruverndarlögunum: Myndir þú fylgja merkingum sem segja greinilega að þessi slóð sé lokuð? Eða gefur þú skít í þetta og ekur hana samt af því að þú hefur alltaf gert það? Mýmörg dæmi sýna að menn aka slóðir þó að þeim hafi verið lokað greinilega, bæði með skiltum, stórum steinum, slám o.fl. Menn taka bara sveig í kringum slíkt og gera það sem þeim sýnist: Undir formerkjum frelsisins.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun