Sofið á verðinum í áfengismálum Árni Gunnlaugsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Fyrir jólin birtust á heilsíðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýsingar, en þær eru bannaðar lögum samkvæmt. Slíkur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauðsyn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi. Það veldur vonbrigðum að í skrifum stjórnmálaleiðtoga um áramótin og frambjóðenda fyrir prófkjör flokkanna var ekki lögð áhersla á baráttu gegn eiturlyfjum, en af þeim veldur áfengi mestum skaða. Þótt enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hafi ákveðna stefnu í áfengismálum ættu ráðamenn að geta sýnt í orði og verki jákvæðan hug til þeirra mála svo sem með því að afnema vínveitingar á vegum hins opinbera eins og Vilhjálmur Hjálmarsson gerði í sinni ráðherratíð og eftir var tekið. Því miður virðast stjórnvöld sofa á verðinum í því alvarlega samfélagsvandamáli, sem hér um ræðir. Þannig er óbreytt verð á bjór og léttvínum á þessu ári ekki fallið til þess að draga úr áfengisdrykkju og ekki til framgangs þeirri ályktun, sem gerð var á fundi Norðurlandaráðs á sl. ári um að minnka áfengisneyslu á næstu árum.Viðvaranir lækna. Á sama hátt og fólk er hvatt til að hætta reykingum og stunda hreyfingu er ekki síður mikilvægt heilsunnar vegna að forðast áfengi. Meðal þeirra lækna, sem fyrr á árum vöruðu við áfengisdrykkju var Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Hann sagði: „Alkóhólið er meira þjóðfélagsböl og meiri sjúkdómsvaldur en nokkurt annað efni.“ Og frægur enskur læknir, William Gull, komst í skýrslu sinni til enska þingsins um áfengismál svo að orði: „Menn líða mikið tjón á heilsunni við stöðuga áfengisneyslu. Þótt í hófi sé skemmir það vefi líkamans, eyðileggur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra áhrifameiri orsök hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið.“ Óttar Guðmundsson geðlæknir telur í blaðaviðtali að stór hluti þeirra sem reyna sjálfsvíg séu undir áhrifum áfengis og að eina róttæka forvörnin gegn sjálfsvígum mundi vera áfengisbann. Þá hefur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í erindi um áhrif lyfja og áfengis á vinnufærni bent á að í dag tengist veikindaþátturinn hjá aldurshópnum 29-55 ára áfengisneyslu.Ummæli þjóðarleiðtoga Öllum er hollt að læra af lífsreynslu annarra. Þannig hefur Tage Erlander, fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagt að loknum löngum stjórnmálaferli: „Ég iðrast þess að hafa ekki staðið í baráttunni gegn áfenginu meðan ég var starfandi stjórnmálamaður með góðu fordæmi eins og gamli kóngurinn. Ef ég væri að byrja minn pólitíska feril myndi ég lifa sem alger bindindismaður og mæla með lífi án áfengis.“ Þá var Kjeld Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, ómyrkur í máli um afstöðu sína til áfengis þegar hann sagði: „Áfengi er eyðingarafl sálar og líkama.“ Og ekki gleymast varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar, fv. forsætisráðherra, þegar hann í áramótaávarpi hvatti til baráttu gegn áfengistískunni. Allt tal áfengisvina um vínmenningu er hið mesta öfugmæli, enda „gerir áfengið ekkert nema illt“ eins og Tolstoj komst að orði. Og sjálfur Goethe sagði: „Ef ég gæti rekið áfengi burt úr heiminum væri ég alsæll.“Hófdrykkja engum til góðs Mikilsvirtur hæstaréttardómari sagði í viðtali 1952: „Hófdrykkja er vægast sagt engum til góðs og kostar einstaklinginn og þjóðfélagið stórfé.“ Síðan hefur áfengisneysla hér á landi margfaldast og tjónið af hennar völdum að sama skapi. Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjórglas kveikjan að notkun annarra eiturlyfja. Þá hafa rannsóknir hér á landi leitt í ljós að tveir af hverjum tíu, sem byrja að neyta áfengis, eru taldir verða ofdrykkju að bráð eða lenda í vandræðum vegna drykkju sinnar. Hætt er við að menn afsali valdi yfir sjálfum sér með notkun vímuefna. Hvernig getur það verið eftirsóknarvert að skerða dómgreind, spilla heilsu sinni og eiga það á hættu að valda sjálfum sér og öðrum slysum og annarri ógæfu vegna áfengisnotkunar? Hvað sárast er þegar áfengisnotendur raska heimilisfriði og brjóta þann rétt barna að njóta friðsæls og heilbrigðs fjölskyldulífs. Svo harkalega er vegið að rétti barna í þeim efnum, að full ástæða er til að tryggja hann í stjórnarskrá líkt og vilji er til um önnur mikilvæg málefni. Eina örugga ráðið gegn því að lenda í klóm Bakkusar er að meina honum aðgang í sitt líf og hafa bindindishugsjónina að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Fyrir jólin birtust á heilsíðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýsingar, en þær eru bannaðar lögum samkvæmt. Slíkur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauðsyn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi. Það veldur vonbrigðum að í skrifum stjórnmálaleiðtoga um áramótin og frambjóðenda fyrir prófkjör flokkanna var ekki lögð áhersla á baráttu gegn eiturlyfjum, en af þeim veldur áfengi mestum skaða. Þótt enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hafi ákveðna stefnu í áfengismálum ættu ráðamenn að geta sýnt í orði og verki jákvæðan hug til þeirra mála svo sem með því að afnema vínveitingar á vegum hins opinbera eins og Vilhjálmur Hjálmarsson gerði í sinni ráðherratíð og eftir var tekið. Því miður virðast stjórnvöld sofa á verðinum í því alvarlega samfélagsvandamáli, sem hér um ræðir. Þannig er óbreytt verð á bjór og léttvínum á þessu ári ekki fallið til þess að draga úr áfengisdrykkju og ekki til framgangs þeirri ályktun, sem gerð var á fundi Norðurlandaráðs á sl. ári um að minnka áfengisneyslu á næstu árum.Viðvaranir lækna. Á sama hátt og fólk er hvatt til að hætta reykingum og stunda hreyfingu er ekki síður mikilvægt heilsunnar vegna að forðast áfengi. Meðal þeirra lækna, sem fyrr á árum vöruðu við áfengisdrykkju var Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Hann sagði: „Alkóhólið er meira þjóðfélagsböl og meiri sjúkdómsvaldur en nokkurt annað efni.“ Og frægur enskur læknir, William Gull, komst í skýrslu sinni til enska þingsins um áfengismál svo að orði: „Menn líða mikið tjón á heilsunni við stöðuga áfengisneyslu. Þótt í hófi sé skemmir það vefi líkamans, eyðileggur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra áhrifameiri orsök hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið.“ Óttar Guðmundsson geðlæknir telur í blaðaviðtali að stór hluti þeirra sem reyna sjálfsvíg séu undir áhrifum áfengis og að eina róttæka forvörnin gegn sjálfsvígum mundi vera áfengisbann. Þá hefur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í erindi um áhrif lyfja og áfengis á vinnufærni bent á að í dag tengist veikindaþátturinn hjá aldurshópnum 29-55 ára áfengisneyslu.Ummæli þjóðarleiðtoga Öllum er hollt að læra af lífsreynslu annarra. Þannig hefur Tage Erlander, fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagt að loknum löngum stjórnmálaferli: „Ég iðrast þess að hafa ekki staðið í baráttunni gegn áfenginu meðan ég var starfandi stjórnmálamaður með góðu fordæmi eins og gamli kóngurinn. Ef ég væri að byrja minn pólitíska feril myndi ég lifa sem alger bindindismaður og mæla með lífi án áfengis.“ Þá var Kjeld Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, ómyrkur í máli um afstöðu sína til áfengis þegar hann sagði: „Áfengi er eyðingarafl sálar og líkama.“ Og ekki gleymast varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar, fv. forsætisráðherra, þegar hann í áramótaávarpi hvatti til baráttu gegn áfengistískunni. Allt tal áfengisvina um vínmenningu er hið mesta öfugmæli, enda „gerir áfengið ekkert nema illt“ eins og Tolstoj komst að orði. Og sjálfur Goethe sagði: „Ef ég gæti rekið áfengi burt úr heiminum væri ég alsæll.“Hófdrykkja engum til góðs Mikilsvirtur hæstaréttardómari sagði í viðtali 1952: „Hófdrykkja er vægast sagt engum til góðs og kostar einstaklinginn og þjóðfélagið stórfé.“ Síðan hefur áfengisneysla hér á landi margfaldast og tjónið af hennar völdum að sama skapi. Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjórglas kveikjan að notkun annarra eiturlyfja. Þá hafa rannsóknir hér á landi leitt í ljós að tveir af hverjum tíu, sem byrja að neyta áfengis, eru taldir verða ofdrykkju að bráð eða lenda í vandræðum vegna drykkju sinnar. Hætt er við að menn afsali valdi yfir sjálfum sér með notkun vímuefna. Hvernig getur það verið eftirsóknarvert að skerða dómgreind, spilla heilsu sinni og eiga það á hættu að valda sjálfum sér og öðrum slysum og annarri ógæfu vegna áfengisnotkunar? Hvað sárast er þegar áfengisnotendur raska heimilisfriði og brjóta þann rétt barna að njóta friðsæls og heilbrigðs fjölskyldulífs. Svo harkalega er vegið að rétti barna í þeim efnum, að full ástæða er til að tryggja hann í stjórnarskrá líkt og vilji er til um önnur mikilvæg málefni. Eina örugga ráðið gegn því að lenda í klóm Bakkusar er að meina honum aðgang í sitt líf og hafa bindindishugsjónina að leiðarljósi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar