Íslenskir fangar eru lengur í einangrun Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 fangelsi Réttarsálfræðingur segir einangrunarvist hafa áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð. Trúnaðarráð fanga telur einangrunarvist hættulega andlegri og líkamlegri heilsu.fréttablaðið/heiða Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta verulega langan tíma ef miðað sé við lög í Bretlandi, þar sem hámarkstími í einangrun er fjórir dagar. „Það þarf að rökstyðja svona ákvörðun vel og huga að afleiðingunum. Einangrun getur haft mikil áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð einstaklings,“ segir hann. „Þetta er alltaf spurning um hvers vegna hún er notuð. Það er alltaf hægt að segja að það sé verið að leita að gögnum, en hún er líka notuð til að mýkja menn aðeins.“ Hann bendir á að leyfilegur hámarkstími hér sé margfalt lengri en í Bretlandi. „Það þarf alltaf að hugsa hvort þetta sé nauðsynlegt, en mér finnst þetta mjög langt,“ segir hann. Fram kemur í umsögn hinnar svokölluðu Pyntinganefndar Evrópuráðsins frá árinu 1999 um aðstæður íslenskra fanga að lítillega hafi dregið úr beitingu einangrunarvistar síðan í síðustu heimsókn árið 1993, en það sé enn áhyggjuefni hversu mikið úrræðinu sé beitt hér á landi. Þá mælir nefndin með því að lögreglu sé gert að sýna gæsluvarðhaldsföngum skriflegan rökstuðning um hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Í umsögn Trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni vegna breytingar á lögum um refsingar árið 2004 segir að einangrun sé „hættuleg andlegri og líkamlegri heilsu manna og algjörlega árangurslaus í hegningarskyni. Hið eina sem af því hlýst eru auknar þjáningar og einangrun sem leiðir til þess að fanginn er mun líklegri til að brjóta af sér á nýjan leik“. Þar segir einnig að fangar sem sæti áralangri einangrun geti orðið andfélagslegir, einrænir, bitrir, jafnvel geðveikir og hættulegir. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Leyfilegur hámarkstími fyrir fanga í einangrun er mun lengri hér á landi en tíðkast víða erlendis. Samkvæmt lögum má vista fólk í einangrunarklefum í hámark fjórar vikur, en lengur ef brot varðar að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta verulega langan tíma ef miðað sé við lög í Bretlandi, þar sem hámarkstími í einangrun er fjórir dagar. „Það þarf að rökstyðja svona ákvörðun vel og huga að afleiðingunum. Einangrun getur haft mikil áhrif á sálarlífið og jafnvel framburð einstaklings,“ segir hann. „Þetta er alltaf spurning um hvers vegna hún er notuð. Það er alltaf hægt að segja að það sé verið að leita að gögnum, en hún er líka notuð til að mýkja menn aðeins.“ Hann bendir á að leyfilegur hámarkstími hér sé margfalt lengri en í Bretlandi. „Það þarf alltaf að hugsa hvort þetta sé nauðsynlegt, en mér finnst þetta mjög langt,“ segir hann. Fram kemur í umsögn hinnar svokölluðu Pyntinganefndar Evrópuráðsins frá árinu 1999 um aðstæður íslenskra fanga að lítillega hafi dregið úr beitingu einangrunarvistar síðan í síðustu heimsókn árið 1993, en það sé enn áhyggjuefni hversu mikið úrræðinu sé beitt hér á landi. Þá mælir nefndin með því að lögreglu sé gert að sýna gæsluvarðhaldsföngum skriflegan rökstuðning um hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Í umsögn Trúnaðarráðs fanga á Litla-Hrauni vegna breytingar á lögum um refsingar árið 2004 segir að einangrun sé „hættuleg andlegri og líkamlegri heilsu manna og algjörlega árangurslaus í hegningarskyni. Hið eina sem af því hlýst eru auknar þjáningar og einangrun sem leiðir til þess að fanginn er mun líklegri til að brjóta af sér á nýjan leik“. Þar segir einnig að fangar sem sæti áralangri einangrun geti orðið andfélagslegir, einrænir, bitrir, jafnvel geðveikir og hættulegir.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira