Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda Geir Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun