Ólögleg verðtrygging Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“ Elvira skrifaði eftirlitsnefnd EFTA og framkvæmdastjórn ESB bréf í kjölfar rannsóknar sinnar og spurði hvort löggjafarvaldinu á Íslandi væri heimilt að fara þessa leið í lánamálum með tilliti til Evrópuréttar. Ekki stóð á svarinu. Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins. Ef sú er niðurstaðan hefur það víðtæk áhrif á efnahagslífið og fjölskyldurnar í landinu. Telur Elvira að með þessu svari framkvæmdastjórnar ESB standi Íslendingar hugsanlega frammi fyrir sambærilegum aðstæðum og í tveimur öðrum málum sem fóru fyrir Evrópudómstólinn. Kæmi það á daginn gæti það haft í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af verðtryggðum neyslulánum, þ.m.t. húsnæðislánum sem uppfylltu ekki skilyrði laganna. XG – Hægri grænir, flokkur fólksins var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem vakti athygli á hugsanlegu ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána og hér er lausnin: Við setjum neyðarlög fyrir heimilin og gerum kynslóðasátt. Með neyðarlögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verðtrygging afnumin á öllum neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Meira á www.XG.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“ Elvira skrifaði eftirlitsnefnd EFTA og framkvæmdastjórn ESB bréf í kjölfar rannsóknar sinnar og spurði hvort löggjafarvaldinu á Íslandi væri heimilt að fara þessa leið í lánamálum með tilliti til Evrópuréttar. Ekki stóð á svarinu. Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins. Ef sú er niðurstaðan hefur það víðtæk áhrif á efnahagslífið og fjölskyldurnar í landinu. Telur Elvira að með þessu svari framkvæmdastjórnar ESB standi Íslendingar hugsanlega frammi fyrir sambærilegum aðstæðum og í tveimur öðrum málum sem fóru fyrir Evrópudómstólinn. Kæmi það á daginn gæti það haft í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af verðtryggðum neyslulánum, þ.m.t. húsnæðislánum sem uppfylltu ekki skilyrði laganna. XG – Hægri grænir, flokkur fólksins var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem vakti athygli á hugsanlegu ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána og hér er lausnin: Við setjum neyðarlög fyrir heimilin og gerum kynslóðasátt. Með neyðarlögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verðtrygging afnumin á öllum neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Meira á www.XG.is.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun